Markmið Garra í sjálfbærni 2024

Framundan eru mikilvæg verkefni sem við hjá Garra ætlum að vinna að með markvissum hætti. Við ætlum okkur að leggja okkar að mörkun að hlýnun jarðar og ná árangri í sjálfbærni og höfum núþegar unnið að metnaðarfullum og skýrum markmiðum fyrir árið 2024.

Markmið Garra í sjálfbærni 2024

Úrgangur, flokkun og endurvinnsla

  • Auka eigin flokkun á úrgangi úr 80% í 85% af heildarúrgangi.
  • Heildarúrgangur Garra lækkar hlutfallslega um 5% miðað við tekjur frá árinu 2023.
Kolefnislosun

  • Skoða innkaup með tilliti til fjarlægðar.
  • Bílar í rekstri Garra eru að minnsta kosti 75% raf- og plugin/hybrid bílar fremur en bensín og díselbílar.
Losunarkræfni

  • Losun vegna umfangs 1 (bein losun vegna eldsneytisnotkunar sem nýtt er við rekstur bifreiða í rekstrarleigu hjá félaginu) stendur í stað eða lækkar miðað við losun árið 2023.
  • Losun vegna umfangs 2 (losun vegna notkunar á heitu vatni og rafmagni) stendur í stað eða minnkar miðað við árið 2023.
Mannauður og öryggi

  • Heilsumánuður Garra.
  • Öryggisvika Garra.
  • Engin fjarveruslys.
  • Fleiri skráningar næstum-því-slysa en raunverulegra óhappa.
  • Starfsánægja starfsmanna Garra er lykilatriði og er mæld a.m.k. tvisvar á ári af óháðum aðilum.
  • Rafræn nýliðafræðsla.
  • Allir starfsmenn munu fá að lágmarki 3 klst. í fræðslu á árinu.
Aðfangakeðjan - birgjar

  • Upplýsingum verður safnað frá öllum birgjum Garra um þætti er snúa að áherslum og árangri þeirra í sjálfbærni.
  • Áhættumat út frá áherslum birgja í sjálfbærni verður framkvæmt árið 2023. Meðal þátta sem hafa áhrif á matið eru umhverfisþættir, barna og nauðungarvinna, vinnuvernd og jafnrétti starfsmanna.
Samfélagsleg ábyrgð
  • Tengja sjálfbærnistefnu Garra við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.
  • Umhverfisdagur Garra.
  • Auka umhverfis- og verðmætavitund starfsmanna.
  • Garri heldur áfram að styðja við fagfólk í matreiðslu, Hótel- og Matvælaskólann, Klúbb Matreiðslumeistara og Bocuse d´Or.
  • Garri býður árlega fagfólki á 4 kynningar og námskeið til innblásturs og þróunar.
  • Garri stendur fyrir fagkeppnunum Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins, og veitir jafnframt sérstök hvatningarverðlaun nema.
  • Garri styrkir einnig ýmis íþróttafélög og góðgerðasamtök ár hvert.
Viðskiptavinir
  • Heildaránægja viðskiptavina Garra mælist yfir 90%.
  • Áreiðanleiki Garra mælist yfir 90%.
  • Fagmennska Garra mælist yfir 90%.
  • Frumkvæði starfsfólks mælist yfir 80%.
  • Traust til Garra mælist yfir 90%.
  • Fjölbreytt og framsækið vöruúrval.
  • Aukið úrval af vegan vörum
  • Aukið úrval af umhverfisvottuðum hreinlætisvörum.
  • 5% vörunýjungarar á árinu 2024.
  • Ánægja viðskiptavina með vefverslun er yfir 90%.
  • Ánægja viðskiptavina að finna vörur í vefverslun er yfir 90%.
  • Aukin fjárfesting í vefverslun.
  • Innihaldslýsingar á 100% vara sem eru skyldugar til að hafa innihaldslýsingu.
  • Dagsetningar eru á innihaldslýsingum.
  • Saman gegn sóun. Skerpa á verkferli í tengslum við rýrnun vöru.