Nöfn þátttakenda í Eftirréttur ársins 2015

Þátttaka í keppnina Eftirréttur ársins 2015, sem Garri heldur ár hvert, fór fram úr öllum væntingum nú í ár.

Áhugi fyrir keppninni hefur verið mikill og gæði aukist ár frá ári. Í ljósi mikillar aðsóknar núna var ákveðið að fjölga keppendum upp í 40 talsins en þrátt fyrir það eru um 20 manna biðlisti.Keppendur

Keppnin fer fram í bás Garra á sýningunni Stóreldhúsið 2015 í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 29. október og stendur yfir daginn.
Úrslit verða kynnt kl. 17.00 samdægurs.

Garri býður öllum áhugasömum að koma í básinn og fylgjast með spennandi keppni og sjá keppendur raða saman réttunum.

Listi yfir keppendur í stafrófsröð.
Athugið að þetta er ekki rásröð keppenda.

Keppandi Vinnustaður
Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Sandholt
Agata Alicja Iwaszkiewicz Gallery Restaurant - Hótel Holt
Arnór Ingi Bjarkason Fiskmarkaðurinn
Aron Bjarni Davíðsson Múlaberg
Axel Þorsteinsson Apotek Restaurant
Ágúst Jóhannesson Nauthóll
Bjarni Haukur Guðnason Hilton
Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðurinn
Bruno Birins Höfnin
Brynjólfur Birkir Þrastarsson Strikið
Daníel Cochran Jónsson Sushi Samba
Davíð Alex Ómarsson Reykjavík Natura
Denis Grbic Grillið Hótel Sögu
Fannar Freyr Gunnarsson Ion hotel
Helgi Eggertson Reykjavík Natura
Iðunn Sigurðardóttir Fiskfélagið
Ísak Vilhjálmsson Fiskfélagið
Jófríður Kristjana Gísladóttir Kruðerí
Jónas Oddur Björnsson ILG ehf
Kristófer John Unnsteinsson Geysir
Noora Kangosjarvi Reykjavík Natura
Pétur Alexson Sjávargrillið
Ragnar Pétursson Hilton
Ragnheiður Ýr Markúsdóttir Smurstöðin 
Santa Kalváne Geysir
Sebastian Drozyner Sushi Samba
Silvia Carvalho Borg Restaurant
Stefán Elí Stefánsson Perlan
Stefán Hrafn Sigfússon Mosfellsbakarí
Stefán Kristjánsson Grímsborgir
Stefán Pétur Bjarnason Bakarameistarinn
Styrmir Karlsson Reykjavík Natura
Sævar Karl Kristinsson Hótel Reykjavík Centrum
Vigdís Mi Diem Vo Sandholt
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélagið
Þorsteinn Halldór Þorsteinsson Hilton
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir Sandholt
Þórhallur Andri Jóhannsson Reykjavík Natura
Örn Erlingsson Grillmarkaðurinn
Örvar Már Gunnarsson Passion Reykjavík

Skráning er hafin í keppni ársins !

Eftirréttakeppnin "Eftirréttur ársins 2015" verður haldin fimmtudaginn 29. október á sýningunni Stóreldhúsið 2015 sem verður í Laugardalshöll dagana 29 - 30. október.

LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU.

Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð og nú hafa 60 aðilar þegar skráð sig til keppni en einungis 30 sæti eru laus.  Því hefur verið lokað fyrir skráningu og verður unnið úr þeim sem hafa borist. 

Þema keppninnar í ár er Aldingarðurinn.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.

Skráningarfrestur var til til 23. október 2015 en áhugasömum er bent á að aðeins 30 keppendur komast í keppnina að þessu sinni og gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".

 

Eftirrttur rsins 2015 umalputti

Brauð og kökur í úrvali.

Garri ehf er með fjölbreytt úrval af brauðum og kökum fyrir veitingageirann frá gæðaframleiðandanum Vandemoortele.
Leitið upplýsinga og gerið pantanir í síma 5700 300.

Smellið á myndina til að skoða bæklinginn

jpeg Braud og kokur i urvali

Fjáröflunarvörur fyrir einstaklinga og hópa

Garri býður upp á fjölbreytt úrval af fjáröflunarvörum fyrir einstaklinga og hópa. Sívinsæli KATRIN pappírinn er þar á meðal. Vandaðar vörur tryggja endurtekna sölu fyrir söfnunaraðila.

Grunnvörur á góðu verði

Úrval af grunnvörum í eldhúsið eru á tilboði í ágúst og fram í september 2015. Nú er tækifæri til að birgja sig upp fyrir haustið.

Smellið á myndina til að skoða tilboðið nánar.

Grunnvorur godu verdi

Ágústtilboð Garra 2015

Klúbbur matreiðslumeistara sendir hóp keppenda í Norðurlandakeppni

Keppendur í NorðurlandakeppniFjórir kokkar, þjónn og konditor keppa í Álaborg í Danmörku dagana 4.-6. júní í Norðurlandakeppni og alþjóðlegum fagkeppnum í matreiðslu,eftirréttagerð og framreiðslu.

Klúbbur matreiðslumeistara sendir hóp keppenda í Norðurlandakeppni kokka og þjóna og samhliða keppa kokkar og konditor í Norður Evrópu forkeppni í alþjóðlegum fagkeppnum „Global Chefs“.

Vorgleði Garra 2015

Gleði og léttleiki var í Vorgleði Garra föstudaginn 8. mai s.l. í Listasafni Reykjavíkur. Boðið var glæsilegt að vanda og var vel sótt af viðskiptavinum Garra og fólki úr bransanum. Í ár var leikið sér með „ Street Food“  þema í veitingum og  ekki annað að sjá en að gestir hafi tekið því vel.
Starfsfólk Garra þakkar gestum fyrir komuna og óskar viðskiptavinum góðs gengis á árinu.
 
 

8. maí 2015 - Taktu daginn frá!

2015 bodskort

Garri býður viðskiptavinum og velunnurum sínum í Vorgleði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudaginn 8. apríl n.k. kl. 18:00-20:00.

Léttar veitingar í boði.
Okkur þætti afar vænt um að sjá þig!
Starfsfólk Garra.

Spennandi nýjungar hjá Garra!

april 2015 800x600 LR

Nýr franskur birgi í brauði og skornar beyglur frá Bretlandi.

Bridor er franskur framleiðandi af brauði og smjördeigsbakstri af hæstu gæðum sem Garri hefur hafið sölu á. Bridor er nýjasti birginn í breiðri vöruflóru Garra og bætir sannarlega úrvalið. Þá fást gömlu góðu beyglurnar frá Bagel Nash nú allar skornar sem skilar sér í hagræðingu til okkar viðskiptavina.

Hafið samband við Garra fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt tölvukerfi hjá Garra

Kæri viðskiptavinur.

Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið að innleiða nýtt tölvukerfi í Garra. Tilgangurinn er að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar til framtíðar.

Innleiðingin hefur verið í undirbúningi meira og minna síðastliðna 12 mánuði og er umtalsvert verk. Í framkvæmd sem þessari er alltaf hætta á einhverjum hnökrum sem gætu haft í för með sér tímabundna röskun á þjónustu okkar, mögulegar rangar afhendingar í einstaka tilfellum eða aðrar ófyrirsjáanlegar tafir.

Starfsfólk Garra hefur virkilega lagt sig fram til þess að innleiðingin hafi sem minnst áhrif á viðskiptavini fyrirtækisins og vil ég með þessu bréfi þakka þér viðskiptavinur góður fyrir þá þolinmæði og jákvæðni sem þú hefur sýnt okkur í þessu ferli.

Ég vil óska þér og þínu starfsfólki gleðilegra páska og velgengni í þinni starfsemi.


Kær kveðja,

Magnús R. Magnússon
Framkvæmdastjóri

paskar

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir