Krydd í tilveruna - spennandi námskeið í boði Garra og Nordic Spice

 

Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.

Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.

 

Um er að ræða tvö ólík námskeið:

6. febrúar 13:30 til 16:30

A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.


7. febrúar 13:30 til 16:30

Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á rétttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.


Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.

 

Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á arni@garri.isLærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman martreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.

 

Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:

- Rétt meðhöndlun þurrkuðu kryddi og kryddjurtum
- Nýjar uppskriftir
- Matreiðslumaður frá Nordic Spice á staðnum matreiðir spennandi rétti 

Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær. 
Ath. Námskeiðin fer fram á ensku.

 

Heimasíða Nordic Spice

www.nordicspice.se

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár

Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Geðhjálpar, samtök um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu.

Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2018.

Sjáumst á nýju ári!

Með kveðju,
Starfsfólk Garra

Garri flytur í nýtt og umhverfisvænt húsnæði

 

Kæru viðskiptavinir.

Í dag föstudaginn 15. desember munum við flytja starfsemi okkar að fullu í nýtt húsnæði okkar að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.

 

Símkerfið okkar mun því loka kl 15:00 í dag föstudaginn 15. desember vegna flutningana. Við viljum minna á að klára þarf allar pantanir fyrir þann tíma. Ef eitthvað kemur upp er alltaf hægt að hafa beint samband við ykkar sölumenn.

Kærar þakkir
Starfsfólk Garra     

 

Jólatilboð Garra 2017

 

Garri býður frábær sérkjör á vörum fyrir jólahlaðborðið og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar. Jólasíld Garra er á sínum stað full af bragðgóðum jólakryddum, sérvalin og sérlöguð í samvinnu við Ósnes Djúpavogi.

Einnig eru á jólatilboði spennandi ávaxta- og berjapúrrur frá Capfruit, súkkulaði frá Cacao Barry, girnilegt sjávarfang, kjötvörur, grænmeti, brauð & laufabrauð, ávextir & ber, vörur í eftirréttinn ásamt servíettum og hreinlætisvörum. Tilboðið gildir til 31.12.2017.

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5 700 300 eða á garri@garri.is, við erum til þjónustu reiðubúin.

 

Hér getur þú skoðað jólatilboðsbæklinginn:

 

 

 

Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2017

 

Keppn­irnar Eft­ir­rétt­ur Árs­ins og Konfektmoli Ársins fóru fram á sýn­ing­unni Stór­eld­húsið 2017 í Laugardalshöll. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu. Á þessu ári bættist við keppnin Konfektmoli Ársins sem var nú haldin samhliða.

Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum, augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu. Garri hélt nú í fyrsta skiptið keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni. Þema ársins var Flóra Íslands.

Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Ásgeir Sandholt frá Brennda Brauðið sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Garðar Kári Garðarsson frá Deplum og í þriðja sæti Daníel Cochran Jónsson frá Sushi Social.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2017 var Chidaphna Kruasaeng frá HR Konfekt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt og í þriðja sæti Lauren Colatrella frá Mosfellsbakarí.


Dómarar í Eftirréttur Ársins 2017 voru þeir Þráinn Vignir Vigfússon sem jafnframt var yfirdómari, Sigurður Laufdal og Axel Clausen. Dómarar í Konfektmoli Ársins voru Karl Viggó Vigfússon yfirdómari og meðdómari Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður. Það er mikill heiður að fá þessa einstaklinga til starfa en þeir hafa mikla reynslu í matreiðslukeppnum og dómarastörfum.

 

Eftirréttur Ársins 2017
1.sæti Ásgeir Sandholt - Brennda Brauðið
2.sæti Garðar Kári Garðarsson - Deplar
3. sæti Daníel Cochran Jónsson - Sushi Social

Konfektmoli Ársins 2017
1. sæti Chidapha Kruasaeng - HR Konfekt
2.sæti Arnar Jón Ragnarsson - Sandholt
3.sæti Lauren Colatrella - Mosfellsbakarí

 

 

Myndir: Eftirréttir, konfektmolar og keppnin

Skapandi lausnir í brauði og sætmeti - spennandi námskeið í boði Garra og Vandemoortele

 

Garri í samstarfi við Vandemoortele stendur fyrir spennandi brauðnámskeiðum dagana 24. og 25. október 2017

Námskeiðin fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.

Um er að ræða sama námskeiðið en tvær dagsetningar eru í boði:

24. október 13:30 til 16:30
25. október 13:30 til 16:30

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ýmsir réttir og nýjar hugmyndir og notkunarmöguleikar kynntir á vörum Vandemoortele.

 

Zéphyr Caramel í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra

 

Það gleður okkur að kynna að nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.

 

Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.

 

Nú hafa Cacao Barry og Garri útbúið laufléttan spurningaleik þar sem hægt er að vinna 5 kg af Zéphyr Caramel 35%.

Taktu þátt í Karamelluorrustu Cacao Barry og Garra, það er til mikils að vinna fyrir bragðlaukana.

 

- TAKTU ÞÁTT HÉR - 

 

Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!

 

Skráning er hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2017

 

Eftirréttakeppnin Eftirréttur Ársins 2017 verður haldin fimmtudaginn 26. október á sýningunni Stóreldhúsið 2017 sem verður í Laugardalshöll dagana 26 - 27. október.

Þema keppninnar í ár er Flóra Íslands.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.

Samhliða Eftirréttur Ársins heldur Garri nú í fyrsta skipti keppnina Konfektmoli Ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila á keppnisstað 8 tilbúnum konfektmolum af sömu tegund á fyrirfram ákveðnum tíma og gilda sömu reglur um keppnisrétt og hráefni.

 

Opnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar.
Þrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum.

SKRÁNING HÉR Í EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2017 (Uppfært: Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð - LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU)

SKRÁNING HÉR Í KONFEKTMOLI ÁRSINS 2017


Nánari upplýsingar gefur Ívar í síma 858-3005 eða ivar@garri.is

Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar um keppnina og hráefni sem eftirrétturinn eða konfektmolinn þarf að innihalda.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar:

EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2017

KONFEKTMOLI ÁRSINS 2017

Hágæða ís frá Skúbb Ísgerð á matseðilinn

 

Það gleður okkur að kynna að nú hefur Skúbb ísinn vinsæli bæst við vöruúrvalið okkar.

Ísinn frá Skúbb Ísgerð kemur ískaldur og þéttur í sér og er ávallt nýlagaður og ferskur. Hann er búinn til úr besta hráefni sem völ er á og inniheldur m.a. lífræna mjólk, lífrænan hrásykur og ávaxtapúrrur frá Capfruit sem gefur einstakt náttúrulegt bragð og áferð.

Kynnið ykkur úrvalið hér!

Pantanir og nánari upplýsingar:
garri@garri.is - Sími 5 700 300

 

Grunnvörur á frábæru tilboði

 

Mikið úrval af grunnvörum í eldhúsið er nú á tilboði hjá okkur. Nú er því tækifæri fyrir skólaeldhús, mötuneyti, stóreldhús og veitingastaði að birgja sig upp af vönduðum vörum frá gæða framleiðendum.


Tilboðin gilda til 27. september 2017.


Sjón er sögu ríkari!


Smelltu hér til að skoða tilboðið nánar.

 

Sölumenn Garra taka ávallt vel á móti þér í síma 5 700 300 og á garri@garri.is

 

Dásamlegar kökur á sumartilboði

 

Nú er sumartilboð á Sidoli kökunum sem gildir út júlí mánuð. Glæsilegt úrval af háhæða kökum sem eru hreint út sagt syndsamlega góðar!

Við kynnum einnig úrval af glútenlausum og mjólkurlausum kökum. Þörf fyrir glútenlausar vörur er sívaxandi og fagnar starfsfólk Garra því að geta boðið upp á þennan valkost.

Sidoli er leiðandi vörumerki í framleiðslu eftirrétta í Evrópu og mikil áhersla er lögð á lúxus vörur þar sem gæðin skipta öllu máli.

Hér getur þú skoðað dásemdirnar sem eru í boði á sumartilboði:

 

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við söludeild Garra í síma 5700300.

 

Nýtt súkkulaði á kynningartilboði

 

Nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry er nú á kynningartilboði.

Þetta súkkulaði verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.
Vertu með þeim fyrstu til að prófa!

Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.

Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!

 

Sjá tilboð hér:

 

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

 

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir