Nýjustu fréttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Fréttir garra
27. mar 2018

Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Stuðningsfélagsins Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2017.

Sjáumst á nýju ári!

Með kveðju,

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Garri í samstarfi við Cacao Barry stendur fyrir súkkulaðinámskeiðum

Fréttir garra
27. mar 2018

Garri í samstarfi við Cacao Barry stendur fyrir súkkulaði og eftirréttanámskeiðum dagana 10. og 11. janúar 2017. Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða hágæða eftirréttir með ýmsum tækniatriðum. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Kent Madsen og Britta Moesgaard og koma þau frá Cacao-Barry í Danmörku.

Um er að ræða sama námskeiðið haldið sitt hvorn daginn og mun það fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.

Tvær dagsetningar eru í boði:

10. janúar 13:30 til 17:00

11. janúar 13:30 til 17:00

Skráning

Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á ivar@garri.is

Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær. 

Ath. Námskeiðið fer fram á ensku.

Smelltu á myndina og skoðaðu fróðlegt myndband frá Cacao Barry

Lesa nánar

Garri tilkynnir verðlækkun á nýju ári

Fréttir garra
26. mar 2018

Kæru viðskiptavinir.

Garri tilkynnir 2-5 % verðlækkun á innfluttum vörum vegna hagstæðara gengis íslensku krónunnar, að undanskyldum vörum frá Lamb Weston, Pritchitts og CM Foods. Gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Verðlækkanir tóku gildi í verðlista Garra frá og með 1.janúar 2017 og eru eftirfarandi.

Vörur sem leystar eru út í:

CHF lækka um 4% (Oswald kraftar ofl.)

DKK lækka um 4% (Nordic Seafood, FBK, Löfbergs ofl.)

EUR lækka um 5% (Vandemoortele, Ardo, Cacao Barry, Traiteur de Paris, Capfruit, SOSA, krydd ofl.)

SEK lækka um 5% (Katrin pappír, Tingstad, Celest paper, Vileda ofl.)

USD lækka um 2% (Roland, Spartan ofl.)

GBP lækka um 5% (Essential Cuisine kraftar ofl.)

Með von um að verðlækkunin nýtist viðskiptavinum okkar vel.

Facebook síða Garra: www.facebook.com/garriheildverslun

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

Lesa nánar

Rófustappa fyrir Þorrablótið

Fréttir garra
26. mar 2018

Á Íslandi er sá siður að halda þorrablót en Þorrinn sjálfur byrjar nú á Bóndadaginn 20. janúar.

Við hjá Garra bjóðum nú upp á bragðgóða rófustöppu sem hentar einstaklega vel sem meðlæti í slíkum veisluhöldum.

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

Lesa nánar

Vel heppnað eftirréttanámskeið Garra og Cacao Barry

Fréttir garra
26. mar 2018

Garri og Cacao Barry stóðu fyrir eftirréttanámskeiði þann 10. og 11. janúar síðastliðinn þar sem Kent Madsen og Britta Moesgaard léku listir sínar.

Um 120 manns sóttu námskeiðið sem þótti vel heppnað í alla staði. Mikil ánægja var meðal þátttakenda sem voru ýmist matreiðslumenn, bakarar, konditorar, nemar og annað fagfólk.

Námskeiðið byggðist upp á nokkrum meginatriðum og tæknilegum atriðum sem gefa „wow factor“ í eftirréttinn. Þá voru kenndar aðferðir fyrir hjúpun og skreytingar ásamt temprun á súkkulaði svo á eitthvað sé minnst.

Kent Madsen og Britta Moesgaard notuðust við hráefni frá Garra í eftirréttina eins og hágæða súkkulaði frá Cacao Barry, cara crakine, sykraðar hnetur og praliné ásamt öðrum spennandi vörum.

Lesa nánar

30% afsláttur á Cacao Barry vörum

Fréttir garra
26. mar 2018

Í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði með Kent Madsen og Britta Moesgaard frá Cacao Barry verður 30% kynningarafsláttur á öllum Cacao Barry vörum hjá Garra út janúarmánuð og í febrúar 2017.

Um 120 manns sóttu námskeiðið sem þótti afar vel heppnað í alla staði. Mikil ánægja var meðal þátttakenda sem kynntust tæknilegum atriðum sem gefa „wow factor“ í eftirréttinn svo eitthvað sé nefnt.

Hafið samband við söludeild Garra til að fá nánari upplýsingar í síma 5 700 300 eða á garri@garri.is.

Lesa nánar

Ný vara - Íslensk hörpuskel

Fréttir garra
26. mar 2018

Loksins erum við búin að fá íslenska hörpuskel í vöruúrvalið okkar. Þessi vara er alveg einstök, hún er íslensk, veidd í Breiðafirðinum og einfryst sem tryggir gæðin.

Allir sem vilja nota alvöru hráefni ættu að skoða þessa vöru.

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

Lesa nánar

Frábært tilboð á Ken Láctea rjóma

Fréttir garra
26. mar 2018

Garri kynnir með ánægju tilboð á vinsæla Ken rjómanum á aðeins 390 kr/ltr + vsk út febrúar 2017 eða á meðan birgðir endast.

Ken Láctea 35% rjóminn er einstaklega góður til þeytingar og eftirréttagerðar.

Fullkominn í kökuna, eftirréttinn og fyrir bolludaginn!

 

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

Lesa nánar

Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti & kryddjurtir

Fréttir garra
26. mar 2018

Garri og Ardo stóðu fyrir glæsilegu námskeiði og kynningu á Ardo vörum undir fyrirskriftinni "Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir". Námskeiðið fór fram í húsakynnum Garra þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn þar sem Peter De Wandel sýndi aðferðir við matreiðslu úr hráefni frá Ardo.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda en rúmlega 100 manns sóttu námskeiðið sem þótti afar vel heppnað í alla staði, skemmtilega framsett og fullt af fróðleik.

Námskeiðið byggðist upp á upplýsingum og kynningu á hversu fersk og næringamikil varan frá Ardo er í samanburði við kælt grænmeti sem kemur skemmtilega á óvart. Einnig var farið yfir uppskriftir og notkun á mörgum spennandi vörum frá Ardo, dýrindis réttir eldaðir úr hráefninu og fór Peter hreinlega af kostum þegar háð var svokölluð kokkaorrusta eða "Chefs battle".

Peter De Wandel notaðist við Ardo hráefni frá Garra í réttina eins og sólþurrkaða tómata, salsa Mexicana, Mediterranean brunoise, sætar kartöflur og sætkartöflu franskar, spennandi kryddjurtir, smokey BBQ mix, Retro veg mix, quinoa sem hann djúpsteikti, ávaxta mix í smoothies ásamt fjölmörgum öðrum spennandi vörum.

Lesa nánar
Síða 12 af 14