Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind Garra. Virðing, vöxtur og vellíðan eru einkunnarorð okkar í mannauðsmálum, ásamt gildum Garra.
Virðing felur í sér heiðarleg og uppbyggileg samskipti, eflandi endurgjöf og góða upplýsingamiðlun. Einnig vísar virðing í gagnkvæmt traust, jafnrétti, fjölbreytileika, jöfn tækifæri og fagmennsku við ráðningar og starfslok.
Vöxtur felur í sér frumkvæði og metnað í starfi, markvissa fræðslu og tækifæri til faglegs og persónulegs vaxtar. Boðið er upp á leiðtogaþjálfun með áherslu á hvetjandi leiðtogamenningu. Markmið Garra er að efla hæfni og öryggi allra starfsmanna við verkefni sín og skapa þeim og Garra ný tækifæri.
Vellíðan felur í sér ástríðu fyrir verkefnunum, öfluga teymisvinnu, skemmtilega og hlýlega vinnustaðamenningu og heilbrigt og skapandi starfsumhverfi.
Virðing
Vöxtur
Vellíðan