Mannauðsstefna

Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind Garra. Virðing, vöxtur og vellíðan eru einkunnarorð okkar í mannauðsmálum, ásamt gildum Garra.

Virðing felur í sér heiðarleg og uppbyggileg samskipti, eflandi endurgjöf og góða upplýsingamiðlun. Einnig vísar virðing í gagnkvæmt traust, jafnrétti, fjölbreytileika, jöfn tækifæri og fagmennsku við ráðningar og starfslok.

Vöxtur felur í sér frumkvæði og metnað í starfi, markvissa fræðslu og tækifæri til faglegs og persónulegs vaxtar. Boðið er upp á leiðtogaþjálfun með áherslu á hvetjandi leiðtogamenningu. Markmið Garra er að efla hæfni og öryggi allra starfsmanna við verkefni sín og skapa þeim og Garra ný tækifæri.

Vellíðan felur í sér ástríðu fyrir verkefnunum, öfluga teymisvinnu, skemmtilega og hlýlega vinnustaðamenningu og heilbrigt og skapandi starfsumhverfi.

Virðing

  • Jafnréttisáætlun
  • Jafnlaunastefna
  • Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni
  • Upplýsinga- og samskiptastefna
  • Góð upplýsingamiðlun
  • Starfsmannasamtöl
  • Ráðningar- og starfslokaferlar
  • Viðhorfs- og starfsánægjukannanir meðal starfsmanna

Vöxtur

  • Kortlagning nauðsynlegrar og æskilegrar fræðslu og þekkingar fyrir öll störf
  • Árleg fræðsluáætlun fyrir öll störf
  • Regluleg endurskoðun starfslýsinga
  • Einstaklingsmiðaðar starfsþróunaráætlanir
  • Laus störf auglýst bæði innanhúss og utanhúss

Vellíðan

  • Móttaka nýliða og nýliðafræðsla
  • Góð og örugg vinnuaðstaða
  • Skemmtilegar uppákomur og viðburðir á vegum Garra eða starfsmannafélags
  • Hvatning til heilbrigðra lífshátta (hreyfing, næring, hvíld) t.d. með hollum mat á vinnutíma, líkamsræktarstyrk og hæfilegu vinnuálagi
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs