Fjáröflun

Fjáröflun er góð leið fyrir íþróttafélög og félagasamtök til að safna fyrir keppnisferðum, æfingaferðum og annarskonar ferðalögum.

Gott skipulag á fjáröflun skilar inn meiri tekjum og auðveldar alla vinnu fyrir umsjónarmenn. Því er gott að styðjast við eftirfarandi punkta:

1) Ákveða umsjónarmann

2) Velja vörur til að selja. Vörur eru keyrðir út á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 150.000 kr. eða meira.

3) Hver þátttakandi í hópnum selur. Hópurinn hefur ákveðinn tíma til að selja og að þeim tíma loknum þarf að koma sölu upplýsingum til umsjónarmanns.

4) Pöntunarblað er fyllt út og sent á fjaroflun@garri.is

Nafn og símanúmer þess sem pantar þarf að fylgja og hvort varan sé sótt eða send. Ef senda á vöru þarf að koma fram hvert á að senda, sem og nafn og símanúmer þess sem tekur á móti vörum.

Fjáröflun mynd 03

Afhending á vörum er tveimur til þremur dögum eftir að pöntun berst. Nákvæm tímasetning verður staðfest.

Af fenginni reynslu mælum við með eftirfarandi við móttöku á vörum.

Mjög mikilvægt er að fara yfir vörur og bera saman við reikning.

Ef aðstæður leyfa er gott að aðgreina hver á hvaða vörur og afhenda vörur samkvæmt skjali.

Ekki leyfa þátttakendum að taka vörurnar beint úr sendibílnum því það eykur líkur á að rangar vörur séu teknar. Því er nauðsynlegt að skipuleggja afhendinguna vel og alls ekki láta hvern og einn afgreiða sig sjálfan.

Vinsamlegast greiðið samkvæmt reikning, ekki pöntunarblaði.

Bankaupplýsingar Garra:

Reikn. 0301-26-000816

Kt. 670892-2129

Setja þarf SR nr. reiknings í skýringu og senda kvittun á fjarreida@garri.is.

Hægt er að óska eftir að greitt sé á staðnum þegar vörurnar eru sóttar í vöruhús Garra að Hádegismóum 1.

Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum þá endilega hafa samband; fjaroflun@garri.is

Gangi ykkur vel :)