Fjáröflun

Fjáröflun er góð leið fyrir íþróttafélög og félagasamtök til að safna fyrir keppnisferðum, æfingaferðum og annarskonar ferðalögum eða viðburðum.

Gott skipulag á fjáröflun gefur tækifæri til að skapa meiri tekjur og einfaldar alla vinnu fyrir umsjónarmenn.

Til að auðvelda ferlið er gott að fylgja þessum skrefum:

  1. Skipa umsjónarmann – Sá aðili sér um samskipti og utanumhald.
  2. Velja vörur til sölu – Mikilvægt er að láta okkur vita áður en salan hefst, svo hægt sé að tryggja að varan sé til í vöruhúsi.
  3. Söluferlið – Hver þátttakandi í hópnum tekur þátt í sölu. Hópurinn hefur ákveðinn tíma til að selja, og að honum loknum skal skila söluupplýsingum til umsjónarmanns.
  4. Pöntun og afhending
      • Fylla þarf út pöntunarblað með fjölda seldra vara og senda það á fjaroflun@garri.is.
      • Tilgreina þarf nafn og símanúmer pöntunaraðila og hvort varan sé sótt eða send.
      • Ef senda á vöruna skal gefa upp heimilisfang og upplýsingar um viðtakanda.
Fjáröflun mynd 03

Afhending

  • Vörur eru afhentar tveimur til þremur dögum eftir að pöntun berst. Nákvæm tímasetning verður staðfest.
  • Mikilvægt er að telja vörurnar áður en afhending fer fram. Ef eitthvað vantar eða er ekki eins og það á að vera, hafið samband við okkur í gegnum fjaroflun@garri.is eða í síma 570 0300 áður en afhending fer fram.
  • Við mælum með að aðgreina vörurnar fyrir hvern þátttakanda og afhenda samkvæmt skjali.
  • Við mælum með að koma í veg fyrir að þátttakendur taki vörur beint úr sendibílnum, þar sem það eykur hættu á ruglingi. Skipuleggið afhendingu vel og tryggið að enginn afgreiði sig sjálfur.

Sendingar og greiðslur

  • Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 150.000 kr. eða meira.
  • Vinsamlegast greiðið samkvæmt reikningi, ekki pöntunarblaði.

Bankaupplýsingar Garra:

Reikningur: 0301-26-000816

Kennitala: 670892-2129

Nauðsynlegt er að setja SR númer reiknings í skýringu og senda greiðslukvittun á fjarreida@garri.is.

Ef vörur eru sóttar í vöruhús Garra að Hádegismóum 1 er hægt að óska eftir að greiða á staðnum.

Frekari upplýsingar

Hafið samband við okkur í tölvupósti á fjaroflun@garri.is ef þið hafið einhverjar spurningar.

Gangi ykkur vel :)