Sjálfbærniskýrsla Garra 2024

Sjálfbærni snýst um jafnvægi við umhverfi, samfélag og efnahag. Til að ná sjálfbærnimarkmiðum þarf skýran fókus á að draga úr sóun, nýta auðlindir skynsamlega, stuðla að nýsköpun og félagslegri ábyrgð.

Garri leggur áfram áherslu á sjálfbærni og hefur náð góðum árangri á árinu 2024. Á meðan velta hefur aukist hefur heildarúrgangur minnkað um 28%, sem er mikilvægt skref í að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Auk þess náðust markmið vegna losunarkræfni í umfangi 1 og 2, sem undirstrikar skuldbindingu Garra til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Vélar og tæki Garra nýta sér orkusparandi lausnir sem hafa gert okkur kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt. Í vöruhúsinu eru fullkomnir kæli- og frystiklefar þar sem kolsýra er nýtt í stað umhverfisspillandi efna eins og freons og ammoníaks. Orkusparandi LED lýsing er í húsnæði Garra og snjallmælar fyrir rafmagnsnotkun. Losunarkræfni á hvern rúmmetra heldur því áfram að dragast saman sem og losunarkræfni orku og losunarkræfni starfsmanna.

Garri leggur mikla áherslu á eflingu mannauðs og hefur náð þar verulegum árangri. Árangur þess kemur skýrt fram í viðhorfi starfsfólks til lykilþátta vinnuumhverfisins, eins og mælt var með VR-könnuninni á Fyrirtæki ársins. Garri fékk viðurkenningu sem eitt af „Fyrirtækjum ársins 2024“ í flokki stórra fyrirtækja, sem er viðurkenning á framúrskarandi vinnustaðamenningu og sterku starfsumhverfi.

Ekki náðust öll markmið um söfnun upplýsinga frá birgjum vegna áherslna þeirra í sjálfbærni, en Garri stefnir á að ná þeim markmiðum með innleiðingu gæðavottunar á árinu 2025.

Garri heldur áfram að leggja áherslu á jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahagskerfis. Fyrirtækið styður við viðskiptavini með nýsköpun og fræðslu, og heldur áfram að tryggja framúrskarandi þjónustu. Þjónustukönnun var framkvæmd á vormánuðum þar sem heildaránægja viðskiptavina mældist 94%. Við hjá Garra erum þakklátt fyrir traust viðskiptavina og samstarfsaðila og mun halda áfram að tryggja áreiðanleika, fagmennsku og sjálfbæran vöxt, til að skapa betri framtíð fyrir alla.

Markmið Garra fyrir árið 2025

Markmið og árangur á árinu 2024

Auka eigin flokkun á úrgangi úr 80% í 85% af heildarúrgangi.

(Náðum 79,9% eigin flokkun)

Heildarúrgangur Garra lækkar hlutfallslega um 5% miðað við tekjur frá árinu 2023.

Skoða innkaup með tilliti til fjarlægðar

Bílar í rekstri Garra eru að minnsta kosti 75% raf- og plugin/hybrid bílar fremur en bensín og díselbílar.

Losun vegna umfangs 1 (bein losun vegna eldsneytisnotkunar sem nýtt er við rekstur bifreiða í rekstrarleigu hjá félaginu) stendur í stað eða lækkar miðað við losun árið 2023.

Losun vegna umfangs 2 (losun vegna notkunar á heitu vatni og rafmagni) stendur í stað eða minnkar miðað við árið 2023.

Heilsumánuður Garra

Öryggisvika Garra

Engin fjarveruslys

Fleiri skráningar næstum-því-slysa en raunverulegra óhappa

Starfsánægja starfsmanna Garra er lykilatriði og er mæld a.m.k. tvisvar á ári af óháðum aðilum

Rafræn nýliðafræðsla

(áherslu var breytt)

Allir starfsmenn munu fá að lágmarki 3 klst. í fræðslu á árinu

(náðist ekki 100%)

Upplýsingum verður safnað frá öllum birgjum Garra um þætti er snúa að áherslum og árangri þeirra í sjálfbærni

(Náðist ekki enn verður partur af gæðavottun árið 2025)

Áhættumat út frá áherslum birgja í sjálfbærni verður framkvæmt árið 2024

(Náðist ekki enn verður partur af gæðavottun árið 2025)

Tengja sjálfbærnistefnu Garra við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

Umhverfisdagur Garra.

Auka umhverfis- og verðmætavitund starfsmanna

Þjónustukönnun framkvæmd og markmiðum náð

5% vörunýjungar á árinu 2024

Innihaldslýsingar á 100% vara sem skylt er að hafa í vefverslun

Aukið úrval af umhverfisvottuðum hreinlætisvörum

Aukið úrval af vegan vörum

Saman gegn sóun. Skerpa á verkferli í tengslum við rýrnun vöru.

Stuðningur við Hótel og Matvælaskólann

Stuðningur við Klúbb Matreiðslumeistara og kokkalandsliðið

Stuðningur við Bocuse d'Or

Fagkeppnir: Eftirréttur ársins, Konfektmoli ársins & nemaverðlaun Garra

Námskeið fyrir fagfólk

Styrkir veittir til góðgerðasamtaka