Markmið Garra í sjálfbærni 2025

Sjálfbærni snýst um jafnvægi við umhverfið, samfélagið og efnahagskerfið. Til að ná sjálfbærnimarkmiðum þarf skýran fókus á að draga úr sóun, nýta auðlindir skynsamlega, stuðla nýsköpun og félagslegri ábyrgð.

Skýr markmið og samvinna er lykilatriði til að skapa raunverulegar og mælanlegar breytingar og hjálpa okkur að fylgjast með framförum og tryggja árangur sem bæta lífsgæði og tryggja betri framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Sjálfbærni er ekki bara stefna, heldur raunveruleg aðgerð.

Markmið Garra í sjálfbærni 2025

urgangur...@4x
Úrgangur, flokkun og endurvinnsla

  • Viðhalda eigin flokkun á úrgangi í 80% af heildarúrgangi.
  • Heildarmagn úrgangs minnki eða haldist í stað miðað við árið 2024.
kolefnislosun@4x
Kolefnislosun

  • Bílar í rekstri Garra eru að minnsta kosti 70% raf- og plugin/hybrid bílar fremur en bensín og díselbílar.
losunarkræfni@4x
Losunarkræfni

  • Losun vegna umfangs 1 (bein losun vegna eldsneytisnotkunar sem nýtt er við rekstur bifreiða í rekstrarleigu hjá félaginu) stendur í stað eða lækkar miðað við losun árið 2024.
  • Losun vegna umfangs 2 (losun vegna notkunar á heitu vatni og rafmagni) stendur í stað eða minnkar miðað við árið 2024.
mannaudur@4x
Mannauður og öryggi

  • Heilsumánuður Garra 2025: Lífshlaupið, fyrirlestur um andlega heilsu
  • Starfsánægja er mæld tvisvar á ári og ánægjan mælist a.m.k. 4,3 á 5 punkta kvarða
  • Öryggisvika (okt)
  • Engin fjarveruslys
  • Fleiri skráningar næstum því slysa en fjarveruslysa

  • Áframhaldandi fræðslugreining í öllum deildum
  • Allir starfsmenn fá að lágmarki 3 klst í fræðslu á ári

  • Fræðsla um virðingu í samskiptum
  • Fræðsla um inngildingu og fjölbreytni
  • Niðurstöður launagreiningar í vottunarúttekt vegna jafnlaunavottunarferlið sýnir 3% eða minni mun í óútskýrðum launamun kynjanna

adfangakedjan@4x
Aðfangakeðjan - birgjar
  • Öflun upplýsinga frá birgjum um þætti er snúa að áherslum þeirra og árangri í sjálfbærni
  • Áhættumat á fýsileika birgja út frá áherslum þeirra og árangri í sjálfbærni

samfelagsleg abyrgd@4x
Ábyrg starfsemi
  • Auka umhverfis- og verðmætavitund starfsmanna með því að halda umhverfisdagur og bjóða upp á umhverfisfræsðlu
  • Innleiðing vottaðs gæðakerfis
  • Áframhaldandi stuðningur við fagfólk í matreiðslu
  • Garri styrkir einnig ýmis íþróttafélög og góðgerðasamtök ár hvert.
vidskiptavinir@4x
Viðskiptavinir
  • Heildaránægja viðskiptavina Garra mælist áfram yfir 90% í árlegri könnun meðal viðskiptavina.
  • 5% vörunýjungar á árinu 2025 og aukið úral af umhverfisvottuðum hreinlætisvörum.
  • Innihaldslýsingar á 100% vara sem eru skyldugar til að hafa innihaldslýsingu.
  • Dagsetningar eru á innihaldslýsingum.