ALMENNIR VIÐSKIPTASKILMÁLAR GARRA EHF.
Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um öll viðskipti með vöru og þjónustu í vefverslun Garra ehf. (hér eftir nefnd „vefverslun“ eða „Garri“) frá 1. september 2024.
Garri áskilur sér einhliða rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara með birtingu á vefsíðu og/eða með tilkynningu til notenda. Gildir hún þá um öll þau viðskipti sem stofnað er til eftir birtingu.
Verð á vefsíðunni eru án virðisaukaskatts og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.
Um seljanda og kaupanda
Seljandi er Garri ehf., kt. 670892-2129, til heimilis að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík (hér eftir nefndur „seljandi“).
Kaupandi er sá aðili sem á viðskipti við Garra í gegnum vefverslun og er skráður kaupandi á reikningi (hér eftir nefndur „kaupandi“).
Við skráningu í vefverslun samþykkir kaupandi skilmála þessa og að viðkomandi sé prókúruhafi með umboð til að koma á viðskiptum við seljanda.
Skilmálar eru samþykktir af prókúruhafa fyrirtækja sem er jafnframt ábyrgur fyrir því að kynna skilmála þessa þeim starfsmönnum sem leyfi hafa til að eiga viðskipti fyrir hönd viðkomandi.
Óheimilt er að falsa upplýsingar eða nota vefverslun með öðrum sviksamlegum hætti. Seljandi áskilur sér rétt til að takmarka eða loka aðgangi notanda ef grunur leikur á um brot á skilmálum þessum eða annars konar sviksamlegum háttum.
Upplýsingar og gögn í vefverslun eru eign Garra.
Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á vefsíðu, þ.m.t. nöfn, vörumerki, verð og uppsetning vefsíðunnar; er bundið höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingabanka og öðrum reglum um vernd á hugverki. Öll notkun á upplýsingum og efni án leyfis er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessa.
Óheimilt er, án skriflegs leyfis seljanda, að afrita eða endurbirta þær upplýsingar og gögn sem finna má í vefverslun.
Prókúruhafi kaupanda skal veita tilteknum starfsmönnum heimild til að eiga viðskipti í vefverslun fyrir hönd kaupanda.
Verð og reikningar
Kaupandi skuldbindur sig að greiða fyrir pantaðar vörur samkvæmt verðlista seljanda eins og hann er á hverjum tíma og kemur fram í vefverslun og á pöntunarstaðfestingu, að teknu tilliti þeirra afsláttarkjara sem seljandi veitir kaupanda.
Staðfesting á pöntun er með rafrænum hætti og þegar kaupandi hefur móttekið staðfestingu er kominn á samningur.
Seljandi mun leitast við að halda verði stöðugu eftir því sem kostur er, en komi til kostnaðarverðshækkana áskilur seljandi sér rétt til verðhækkana til samræmis við það. Að sama skapi mun seljandi leitast við að lækka verð ef forsendur skapast til þess.
Upplýsingar um vörur eru birtar samkvæmt bestu vitund seljanda.
Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast Garra innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.
Seljandi áskilur sér rétt til að afhenda ekki pöntun í heild eða að hluta til þegar:
Seljandi tilkynnir kaupanda ef til þess kemur og kreditfærir vöru af reikning.
Greiðsluskilmálar
Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptaskilmálum á milli Garra og viðskiptavina þess. Eftir eindaga reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá gjalddaga til greiðsludags. Beri eindaga upp á helgi eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag.
Hluti af vörum Garra er afgreiddur og reikningsfærður eftir vigt. Garri leitast eftir því að afgreiða vörur eins nálægt þeirri þyngd sem viðskiptavinur pantar. Endanlegur reikningur byggist ávallt á endanlegri þyngd vigtaravöru við afgreiðslu.
Reikningar eru sendir með rafrænum hætti.
Vöruskil
Ef skila á vöru skal kaupandi koma athugasemdum til Garra innan 48 klst. frá móttöku vöru. Áhættuskipti vegna pöntunarviðskipta fara fram þegar vörurnar fara úr vöruhúsi Garra[HS1] .
Óheimilt er að senda skilavöru í aðkeyptum flutningi.
Hafi vara skemmst í meðhöndlun starfsmanna þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) eða ef misræmi er á milli fjölda afhentra vara og vörufylgiskjals, þarf móttakandi vöru að gera athugasemd við flutningsaðila við vöruafhendingu og koma athugasemdum til Garra innan 48 klst. frá móttöku vöru.
Upplýsingar í vefverslun – mitt svæði
Undir mínu svæði í vefverslun er hægt að nálgast alla reikninga, pantanir og hreyfingalista. Jafnframt eru þar upplýsingar um tengilið kaupanda við seljanda.
Undir mínu svæði hefur kaupandi yfirlit yfir aðganga í vefverslun. Hægt er að bæta við aðgangi og eyða út aðgangi. Prókúruhafi er ábyrgur fyrir að uppfæra aðganga.
Meðferð persónuupplýsinga
Með kaupum á vörum og þjónustu samþykkir kaupandi skilmála Garra varðandi söfnun og vinnslu á persónuupplýsingum.
Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 og persónuverndarstefnu Garra sem er aðgengileg á heimasíðu.
Ábyrgð og ófyrirséðar orsakir (force majeure)
Seljandi getur ekki tryggt og haldið uppi sömu þjónustu vegna ófyrirséðra orsaka (force majeure), þar með talin (en takmarkast þó ekki við) viðskiptahömlur, óveður, farsóttir, verkföll, náttúruhamfarir, stríðsástand, hryðjuverk eða truflunar á fjarskiptum. Í slíkum tilvikum skapast ekki skaðabótaskylda gagnvart kaupanda.
Komi til gjaldþrots, rekstrarstöðvunar, greiðslustöðvunar eða ef hafnar eru nauðasamningsumleitanir er seljanda heimilt að hætta að þjónusta viðskiptavin og gera honum þá þegar reikning fyrir öllum óreikningsfærðum vöruúttektum.
Garri ber, undir engum kringumstæðum, ábyrgð gagnvart viðskiptavin á: missi hagnaðar, rekstrartjóni, tapi á áætluðum sparnaði, skerðingu á viðskiptavild, refsikenndum skaðabótum eða annars konar óbeinu eða afleiddu tjóni viðskiptavinar eða einhvers þriðja aðila.
Framsal
Samningsaðilum er óheimilt án sérstaks skriflegs samþykkis gagnaðila að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum.
Þagnarskylda
Aðilar sammælast um að efni þessa samnings og upplýsingar sem fara milli aðila vegna samningsins, sé trúnaðarmál.
Þagnarskylda helst þótt samningur þessi falli úr gildi. Öllum trúnaðarupplýsingum sem seljandi[HS2] kann að búa yfir um kaupanda, þ.m.t. afritum af gögnum, skal skilað til kaupanda við lok samningsins, óháð því hvernig lok samningsins eru til komin.
Lög og varnarþing
Íslensk lög skulu gilda um skilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Garri gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Garri og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hægt er að koma á framfæri ábendingum með tölvupósti á garri@garri.is eða hafa samband í síma 5700 300.