Garri hefur haldið keppnina Konfektmoli Árins frá árinu 2017 í samstarfi við Cacao Barry.
Cacao Barry leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu eru metin sérstaklega.
Hvert ár eru valin skylduhráefni og þema sem hver keppandi túlkar eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins hlýtur í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
Sigurvegarinn fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara.
2023: Sunneva Kristjánsdóttir
2022: Bianca Tiantian Zhang
2021: Vigdís Mi Deim Vo
2019: Garðar Kári Garðarsson
2018: Arnar Jón Ragnarsson
2017: Chidapa Kruasaeng