Námskeið með Essential Cuisine MIÐVIKUDAGINN 9. mars.
Krydd, soð og glace.
Aðferðir og notkun á Streetfood kryddum og austrænum kryddum.
Tímasetning 15:00 til 17:00
Robin Dudley kokkur Essential Cuisine kemur með hugmyndir um hvernig má nota krydd, soð og glace.
Robin hefur eytt aldarfjórðungi í að skapa sér feril sem afar farsæll matreiðslumaður. Eftir að hafa byrjað sem uppvaskari fór hann fljótlega að starfa við matreiðslu undir stjórn nokkurra af fremstu matreiðslumönnum Bretlands, þar á meðal Andrew Turner og Daniel Galmiche.
Robin hefur menntun sýna frá Dorchester í London, The Greenhouse og Cliveden House Hotel í Berkshire.
Robin er óþreytandi í hlutverki sínu hjá Essential Cuisine og notar margra ára reynslu sína til að fræða og kynna faglegar og tæknilegar lausnir.
Fyrir hverja er námskeiðið: Matreiðslufólk, nemar og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.
Skráning:
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á jondaniel@garri.is
Takmarkað sætaframboð.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Námskeiðið fer fram á Múlaberg Bistro & Bar
Námskeið með Essential Cuisine þriðjudaginn 8. mars.
Krydd, soð og glace.
Aðferðir og notkun á Streetfood kryddum og austrænum kryddum.
Tímasetning 14:00 til 16:00
Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem Robin Dudley kokkur Essential Cuisine kemur með hugmyndir um hvernig má nota krydd, soð og glace.
Robin hefur eytt aldarfjórðungi í að skapa sér feril sem afar farsæll matreiðslumaður. Eftir að hafa byrjað sem uppvaskari fór hann fljótlega að starfa við matreiðslu undir stjórn nokkurra af fremstu matreiðslumönnum Bretlands, þar á meðal Andrew Turner og Daniel Galmiche.
Robin hefur menntun sýna frá Dorchester í London, The Greenhouse og Cliveden House Hotel í Berkshire.
Robin er óþreytandi í hlutverki sínu hjá Essential Cuisine og notar margra ára reynslu sína til að fræða og kynna faglegar og tæknilegar lausnir.
Fyrir hverja er námskeiðið: Matreiðslufólk, nemar og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.
Skráning:
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér eða sendið tölvupóst á jondaniel@garri.is
Takmarkað sætaframboð.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð.
Garri hefur verið samstarfsaðili Kokkalandsliðsins frá stofnun Garra. Nú hefur verið skrifað undir samning þar sem Garri er bakhjarl kokkalandsliðsins. Við erum stolt af frábæru samstarfi við kokklandsliðið og því faglega starfi sem þar er unnið við að þróa nútíma íslenskt eldhús og skapa faginu frábærar fyrirmyndir.
Sindri G. Sigurðsson matreiðslumaður á Héðinn Kitchen & Bar og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu var einn af þeim frábæru matreiðslumönnum sem komu að uppskriftarbækling Capfruit sem framleiðir púrrur úr ferskum sítrusávöxtum.
Uppskrift Sindra; Mandarín lúða með aspas og villtum íslenskum jurtum.
Púrrur gefa lit og ávaxtaríka áferð í matargerð: ganache, mousse, kökur, ís og sorbet, sæt eða bragðmikil salöt, kjöt, fisk og drykki.
Við hvetjum alla til þess að gera pantanir tímanlega fyrir jólin. Fyrir skjóta og skilvirka afgreiðslu pantana mælum við með að nota Vefverslun Garra.
Opnunartími í Garra verður eftirfarandi:
Aðfangadagur - Föstudagur 24. desember - LOKAÐJóladagur - Laugardagur 25. desember - LOKAÐAnnar í jólum - Sunnudagur 26. desember - LOKAÐMánudagur 27. desember - OPIÐÞriðjudagur 28. desember - OPIÐMiðvikudagur 29. desember - OPIÐFimmtudagur 30.desember - OPIÐGamlársdagur - Föstudagurinn 31. desember - OPIÐ 8:00 - 12:00 (aðeins hægt að sækja pantanir)Nýársdagur - Laugardagur 1. janúar - LOKAÐSunnudagur 2. janúar - LOKAÐMánudagur 3. janúar - OPIÐ 8:00 - 16:00Gleðilega hátíð!
Starfsfólk Garra
Uppskriftir fyrir hátíðarnar: Innblástur frá Cacao Barry
Ljúffengir og fallegir eftirréttir frá Philippe Bertrand og Christian Roux, uppskriftir hannaðar sérstaklega fyrir hátíðarnar.
Frá árinu 2015 hefur Cacao Barry stutt við Cocoa Horizons Foundation sem útvegar þeim kakóbaunir sem eru ræktaðar á sjálfbæran hátt. Í dag er því 100% af súkkulaði og kakóvörum Cacao Barry framleiddar og ræktaðar á sjálfbæran hátt.
„Við kaupum kakóbaunirnar okkar um allan heim til að varðveita fjölbreytileika þeirra og bjóða þér fjölbreytt úrval af bragðtegundum. Matreiðslumenn, eins og bændur, eru fremstir í baráttunni fyrir sjálfbæru kakói, með virðingu fyrir fólki og umhverfi“
Frá hægri sigurvegari í Eftirréttur ársins, Ólöf Ólafsdóttir, 2.sæti, Ísak Aron Jóhannsson, 3.sæti, Halldór Hafliðason
Frá vinstri sigurvegari í Konfektmoli Ársins, Vigdís Mi Diem Vo
Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangurÞema keppninnar í ár var Nýr Heimur - Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.
Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar
3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.
Dómarar í Eftirréttur Ársins:
Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021
Sólveig Eiríksdóttir - matarhönnuður
Erlendur Eiríksson - matreiðslumeistari
Dómarar í Konfektmoli Ársins:
Eyþór Kristjánsson - matreiðslumaður
Jón Daníel Jónsson - matreiðslumeistari
Kristleifur Halldórsson - matreiðslumeistari
Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu.
Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur Ársins frá árinu 2010 en þá sigraði Ingimar Alex Baldursson og Konfektmoli Ársins frá árinu 2017 en þá sigraði Xhidapha Kruasaeng.
Fyrsti rétturinn verður borin fram klukkan 10:00 og úrslit eru kynnt klukkan 16:30.
Dómarar í Eftirréttur Ársins: Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021Solla Eiríksdóttir – MatarhönnuðurErlendur Eiríksson Matreiðslumeistari
Dómarar í Konfektmoli Ársins:Ari Þór Gunnarsson þjálfari kokkalandsliðsins Kristleifur Halldórsson, Matreiðslumeistari
Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.
Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:
Cacao Barry Ocoa 70%CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic GingerRisso rjómiOMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolíaKeppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu. Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.
Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:
Cacao Barry Ocoa 70%CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic GingerRisso rjómiOMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolíaOpnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar. Skráning er með tölvupósti á bjarturlogi@garri.isÞrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum.
Skráningarfrestur er til 26.október 2021.
Við skráningu þarf að koma fram: nafn, starfsheiti, vinnustaður, netfang og farsími. Nánari upplýsingar gefur Bjartur í síma 696-4438 eða bjarturlogi@garri.is