Nýjustu fréttir

Sumardagurinn fyrsti

Fréttir garra
18. apr 2023

Lokað næsta fimmtudag, sumardaginn fyrsta

Lesa nánar

Þjónustukönnun

Fréttir garra
18. apr 2023

Núna er í gangi könnun þar sem markmiðið er að bæta þjónustu okkar í Garra. Könnunin sem send er í tölvupósti er framkvæmd af fyrirtækinu Prósent sem leggur mikla áherslu á trúnað og örugga meðferð

Lesa nánar

Opnunartími og dreifing í páskaviku

Fréttir garra
29. mar 2023

Við hvetjum alla til þess að gera pantanir tímanlega.

Fyrir skjóta og skilvirka afgreiðslu pantana mælum við með að nota Vefverslun Garra.

Lesa nánar

Í dag eru liðin 50 ár frá stofnun Garra

Fréttir garra
14. mar 2023

Þann 14. mars árið 1973 stofnaði faðir minn Magnús R. Jónsson Garra, með þeim tilgangi að flytja inn matvöru. Ég var svo lánsamur að fá að starfa við hlið hans frá unga aldri og taka þátt í vexti og þróun fyrirtækisins

Lesa nánar

Lokun vegna jarðarfarar Magnúsar R. Jónssonar, stofnanda Garra.

Fréttir garra
10. mar 2023

Föstudaginn 17. mars lokar í Garra klukkan 12:00 vegna jarðarfarar stofnanda fyrirtækisins, Magnúsar R. Jónssonar.

Lesa nánar

Skálum fyrir næstu 50 árum

Fréttir garra
28. feb 2023

Þér er boðið í 50 ára afmælisfögnuð!

Þann 24. mars ætlum við að fagna vegferð okkar og árangri með samstarfsfólki og viðskiptavinum.

Skálum fyrir næstu 50 árum!!!

Lesa nánar

ARDO - hágæða frosið grænmeti, kryddjurtir og ávextir

Fréttir garra
16. jan 2023

Ardo er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða frosið grænmeti, kryddjurtir og ávexti.

Lesa nánar

Jól & áramót í Garra

Fréttir garra
22. des 2022

Við hvetjum alla til þess að gera pantanir tímanlega fyrir jólin. Fyrir skjóta og skilvirka afgreiðslu pantana mælum við með að nota Vefverslun Garra.

Opnunartími í Garra verður eftirfarandi:Aðfangadagur - 24. desember - LOKAÐJóladagur - 25 desember - LOKAÐAnnar í jólum - 26. desember. LOKAÐ

Það fer bíll á Suðurnesin þriðjudag og fimmtudag á milli jóla og nýars.

Þriðjudagur 27. desember - OPIÐMiðvikudagur 28. desember - OPIÐFimmtudagur 29. desember - OPIÐFöstudagur 30.desember - OPIÐGamlársdagur - Laugardagur - LOKAÐNýársdagur - Sunnudagur 1.janúar - LOKAÐMánudagur 2. janúar - OPIÐ 8:00 - 16:00

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Garri stóð fyrir keppninni Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins í dag

Fréttir garra
10. nóv 2022

Garri hefur haldið eftirrétta keppnina frá árinu 2010 og konfektmolann frá árinu 2017. Garri heldur keppnina í samstarfi við Cacao Barry sem leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna. 100% af Cacao Barry kakóbaunum styður við sjálfbæra uppskeru.

Þema keppninnar í ár var Ávaxtarík upplifun og voru skylduhráefnin ákveðin áskorun fyrir keppendur sem sýndu mikla fagmennsku og metnað. Dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022 er Ísak Aron Jóhannsson, hjá Lux Veitingum, í öðru sæti var Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður íBocuse d‘Or og í þriðja sæti var Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson hjá veitingastaðnum Óx.

Sigurvegari í Konfektmola ársins er Bianca Tiantian Zhang, hjá Sandholt bakarí, í öðru sæti var Aðalheiður Reynisdóttir hjá Reykjavík Edition og í þriðja sæti var Filip Jan Jozefik hjá veitingastaðnum Mika.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins og í Konfektmola ársins fengu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Dómarar í Eftirréttur ársins

Ólöf Ólafsdóttir. Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021 og Head pastry chef Monkeys.

Sebastian Pettersson, Executive pastry chef hjá Tak í miðborg Stokkhólms og liðsstjóri sænska ungliða kokkalandsliðs. .

Sigurjón Bragi Geirsson, Bocusd d’Or keppandi 2021-2023, kokkur ársins 2019 og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins árið 2020.

Dómarar í Konfektmoli Ársins

Karl Viggó Vigfússon eigandi Héðinn Kitchen & Bar og stofnandi Blackbox, Omnom og Skúbb.

Vigdís Mi Diem Vo. Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli ársins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013. Eigandi Kjarr Restaurant.

Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur

Lesa nánar
Síða 5 af 15