Nýjustu fréttir

Skapandi lausnir í brauði og sætmeti - spennandi námskeið í boði Garra og Vandemoortele

Fréttir garra
06. des 2017

Garri í samstarfi við Vandemoortele stendur fyrir spennandi brauðnámskeiðum dagana 24. og 25. október 2017

Námskeiðin fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.

Um er að ræða sama námskeiðið en tvær dagsetningar eru í boði:

24. október 13:30 til 16:30

25. október 13:30 til 16:30

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ýmsir réttir og nýjar hugmyndir og notkunarmöguleikar kynntir á vörum Vandemoortele.

Skráning

Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á andres@garri.is

Lærðu betur á meðhöndlum og möguleika á vörum frá Vandemoortele

Útbúnir verða ýmsir réttir, nýjar hugmyndir og notkunarmöguleikar á vörum Vandemoortele kynntar t.d. pinnamatur, smjördeigigsbakstur, samlokur og hvernig haga skal bakstri til að hámarka gæði vörunnar.

Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:

Rétt meðhöndlun á vörum VandemoorteleNýjar uppskriftir og hugmyndir í vöruúrval ykkarHámörkun á notkunarmöguleikum vörunnarKokkur og bakari frá Vandemoortele á staðnum sýnir spennandi tækniatriðiTímasparnaður

Leiðbeinandi námskeiðsins er Johan Carron frá Vandemoortele í Belgíu. Johan hefur unnið með Vandemoortele í þróun og matreiðslu á vörum þeirra.

Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær. 

Ath. Námskeiðið fer fram á ensku.

Heimasíða Vandemoortele

www.vandemoortele.com

Lesa nánar

Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2017

Fréttir garra
06. des 2017

Keppn­irnar Eft­ir­rétt­ur Árs­ins og Konfektmoli Ársins fóru fram á sýn­ing­unni Stór­eld­húsið 2017 í Laugardalshöll. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu. Á þessu ári bættist við keppnin Konfektmoli Ársins sem var nú haldin samhliða.

Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum, augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu. Garri hélt nú í fyrsta skiptið keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni. Þema ársins var Flóra Íslands.

Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Ásgeir Sandholt frá Brennda Brauðið sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Garðar Kári Garðarsson frá Deplum og í þriðja sæti Daníel Cochran Jónsson frá Sushi Social.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2017 var Chidaphna Kruasaeng frá HR Konfekt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt og í þriðja sæti Lauren Colatrella frá Mosfellsbakarí.

Dómarar í Eftirréttur Ársins 2017 voru þeir Þráinn Vignir Vigfússon sem jafnframt var yfirdómari, Sigurður Laufdal og Axel Clausen. Dómarar í Konfektmoli Ársins voru Karl Viggó Vigfússon yfirdómari og meðdómari Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður. Það er mikill heiður að fá þessa einstaklinga til starfa en þeir hafa mikla reynslu í matreiðslukeppnum og dómarastörfum.

Eftirréttur Ársins 2017

1.sæti Ásgeir Sandholt - Brennda Brauðið

2.sæti Garðar Kári Garðarsson - Deplar

3. sæti Daníel Cochran Jónsson - Sushi Social

Konfektmoli Ársins 2017

1. sæti Chidapha Kruasaeng - HR Konfekt

2.sæti Arnar Jón Ragnarsson - Sandholt

3.sæti Lauren Colatrella - Mosfellsbakarí

Myndir: Eftirréttir, konfektmolar og keppnin

Lesa nánar

Jólatilboð Garra 2017

Fréttir garra
30. nóv 2017

Garri býður frábær sérkjör á vörum fyrir jólahlaðborðið og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar. Jólasíld Garra er á sínum stað full af bragðgóðum jólakryddum, sérvalin og sérlöguð í samvinnu við Ósnes Djúpavogi.

Einnig eru á jólatilboði spennandi ávaxta- og berjapúrrur frá Capfruit, súkkulaði frá Cacao Barry, girnilegt sjávarfang, kjötvörur, grænmeti, brauð & laufabrauð, ávextir & ber, vörur í eftirréttinn ásamt servíettum og hreinlætisvörum. Tilboðið gildir til 31.12.2017.

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5 700 300 eða á garri@garri.is, við erum til þjónustu reiðubúin.

Jólavörur
Lesa nánar

Nýr og glæsilegur vörulisti kominn út

Fréttir garra
13. sep 2017

Mikil gleði og fjör var í Vorgleði Garra föstudaginn 5. maí í Listasafni Reykjavíkur. Boðið var stórglæsilegt að vanda og vel sótt af viðskiptavinum Garra og fólki úr bransanum. Starfsfólk og makar voru einnig á svæðinu

Lesa nánar

Vorgleði Garra 2017

Fréttir garra
13. sep 2017

Mikil gleði og fjör var í Vorgleði Garra föstudaginn 5. maí í Listasafni Reykjavíkur. Boðið var stórglæsilegt að vanda og vel sótt af viðskiptavinum Garra og fólki úr bransanum. Starfsfólk og makar voru einnig á svæðinu

Lesa nánar
Síða 15 af 15