Kíktu á nýja bæklinginn okkar og skoðaðu sumartilboðin. Mikið af gæðavörum á góðu verði fyrir morgunverðarhlaðborðið.
Nýi vörulistinn er kominn út og er hann kominn í dreifingu til viðskiptavina. Vöruframboðið í listanum er að venju fjölbreytt og spennandi og má þar finna fjölmargar nýjungar í enn breiðari vöruúrvali en áður.
Vörulistinn er nú aðgengilegur á heimasíðu Garra og skiptist í Matvörusvið og Hreinlætissvið.
Eins er hægt að hlaða honum niður með því að smella á eftirfarandi hlekki:
Vörulisti Garra 2017 - Matvörusvið
Vörulisti Garra 2017 - Hreinlætissvið
Við hvetjum alla til að skoða vörulistann og hafa samband við söludeild Garra í síma 5700 300 ef spurningar vakna.
Nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry er nú á kynningartilboði.
Þetta súkkulaði verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.
Vertu með þeim fyrstu til að prófa!
Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.
Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!
Nú er sumartilboð á Sidoli kökunum sem gildir út júlí mánuð. Glæsilegt úrval af háhæða kökum sem eru hreint út sagt syndsamlega góðar!
Við kynnum einnig úrval af glútenlausum og mjólkurlausum kökum. Þörf fyrir glútenlausar vörur er sívaxandi og fagnar starfsfólk Garra því að geta boðið upp á þennan valkost.
Sidoli er leiðandi vörumerki í framleiðslu eftirrétta í Evrópu og mikil áhersla er lögð á lúxus vörur þar sem gæðin skipta öllu máli.
Hér getur þú skoðað dásemdirnar sem eru í boði á sumartilboði:
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við söludeild Garra í síma 5700300.
Það gleður okkur að kynna að nú hefur Skúbb ísinn vinsæli bæst við vöruúrvalið okkar.
Ísinn frá Skúbb Ísgerð kemur ískaldur og þéttur í sér og er ávallt nýlagaður og ferskur. Hann er búinn til úr besta hráefni sem völ er á og inniheldur m.a. lífræna mjólk, lífrænan hrásykur og ávaxtapúrrur frá Capfruit sem gefur einstakt náttúrulegt bragð og áferð.
Kynnið ykkur úrvalið hér!
Pantanir og nánari upplýsingar:
garri@garri.is - Sími 5 700 300
Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.
Nú hafa Cacao Barry og Garri útbúið laufléttan spurningaleik þar sem hægt er að vinna 5 kg af Zéphyr Caramel 35%.
Taktu þátt í Karamelluorrustu Cacao Barry og Garra, það er til mikils að vinna fyrir bragðlaukana.
Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!
Kæru viðskiptavinir.
Í dag föstudaginn 15. desember munum við flytja starfsemi okkar að fullu í nýtt húsnæði okkar að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Símkerfið okkar mun því loka kl 15:00 í dag föstudaginn 15. desember vegna flutningana. Við viljum minna á að klára þarf allar pantanir fyrir þann tíma. Ef eitthvað kemur upp er alltaf hægt að hafa beint samband við ykkar sölumenn.
Kærar þakkir
Starfsfólk Garra
Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Geðhjálpar, samtök um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu.
Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2018.
Sjáumst á nýju ári!
Með kveðju,Starfsfólk Garra
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.
Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Um er að ræða tvö ólík námskeið:
6. febrúar 13:30 til 16:30
A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.
7. febrúar 13:30 til 16:30
Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á réttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.
Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á arni@garri.is
Lærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman matreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.
Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:
Rétt meðhöndlun þurrkuðu kryddi og kryddjurtumNýjar uppskriftirMatreiðslumaður frá Nordic Spice á staðnum matreiðir spennandi rétti