Gleði og léttleiki var í Vorgleði Garra miðvikudaginn 4. maí s.l. í Listasafni Reykjavíkur.
Boðið var glæsilegt að vanda og var vel sótt af viðskiptavinum Garra og fólki úr bransanum.
Starfsfólk Garra þakkar gestum fyrir komuna og óskar viðskiptavinum góðs gengis á árinu.
Myndir úr gleðinni má sjá hérna.
Úrval af grunnvörum í eldhúsið er á tilboði í ágúst og fram í september 2016. Nú er því tækifæri fyrir stóreldhús, veitingastaði, mötuneyti og skólaeldhús að birgja sig upp af vörum frá vönduðum framleiðendum.
Tilboðin gilda frá 10. ágúst til 15. september 2016.
Sölumenn Garra taka ávallt vel á móti þér í síma 5 700 300
Dásamlegir bleikir kleinuhringir fást hjá okkur. Tilvalið fyrir bleikan þemadag í október!
Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is
Garri býður uppá einstakar franskar sem vekja athygli fyrir veitingastaði sem vilja krydda upp á matseðilinn og vekja lukku meðal viðskiptavina.
Um er að ræða fjölbreytt úrval af flottum sérskornum gæða frönskum frá Lamb Weston sem er einstaklega girnilegt.
Hér er hægt að skoða diskana úr keppninni Eftirréttur Ársins 2016 sem Garri hélt 27. október síðastliðinn.
Daníel Cochran Jónsson (Sushi Samba) fór með sigur af hólmi í ár en í öðru sæti varð Íris Jana Ásgeirsdóttir (Fiskfélagið) og í þriðja sæti Þorsteinn Halldór Þorsteinsson (Vox).
Þema keppninnar var Dökkt Súkkulaði & Rauð Ber og unnið var með súkkulaði frá Cacao Barry, ávaxtapúrrur frá Capfruit og KEN rjóma.
Að venju eru frábær sérkjör í boði á hefðbundnum jólahlaðborðsvörum hjá Garra. Jólasíld Garra er á sínum stað full af bragðgóðum jólakryddum, sérvalin og sérlöguð í samvinnu við Ósnes Djúpavogi.
Einnig eru á jólatilboði spennandi ávaxta- og berjapúrrur frá Capfruit, súkkulaði frá Cacao Barry, girnilegt sjávarfang, kjötvörur, kraftar, grænmeti, brauð & laufabrauð, ávextir & ber, vörur í eftirréttinn ásamt servíettum og hreinlætisvörum. Tilboðið gildir til 31.12.2016.
Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300, við erum til þjónustu reiðubúin.
Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Stuðningsfélagsins Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.
Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2017.
Sjáumst á nýju ári!
Með kveðju,
Starfsfólk Garra
Garri í samstarfi við Cacao Barry stendur fyrir súkkulaði og eftirréttanámskeiðum dagana 10. og 11. janúar 2017. Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða hágæða eftirréttir með ýmsum tækniatriðum. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Kent Madsen og Britta Moesgaard og koma þau frá Cacao-Barry í Danmörku.
Um er að ræða sama námskeiðið haldið sitt hvorn daginn og mun það fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.
Tvær dagsetningar eru í boði:
10. janúar 13:30 til 17:00
11. janúar 13:30 til 17:00
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á ivar@garri.is
Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.
Ath. Námskeiðið fer fram á ensku.
Smelltu á myndina og skoðaðu fróðlegt myndband frá Cacao Barry
Kæru viðskiptavinir.
Garri tilkynnir 2-5 % verðlækkun á innfluttum vörum vegna hagstæðara gengis íslensku krónunnar, að undanskyldum vörum frá Lamb Weston, Pritchitts og CM Foods. Gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu gagnvart erlendum gjaldmiðlum.
Verðlækkanir tóku gildi í verðlista Garra frá og með 1.janúar 2017 og eru eftirfarandi.
Vörur sem leystar eru út í:
CHF lækka um 4% (Oswald kraftar ofl.)
DKK lækka um 4% (Nordic Seafood, FBK, Löfbergs ofl.)
EUR lækka um 5% (Vandemoortele, Ardo, Cacao Barry, Traiteur de Paris, Capfruit, SOSA, krydd ofl.)
SEK lækka um 5% (Katrin pappír, Tingstad, Celest paper, Vileda ofl.)
USD lækka um 2% (Roland, Spartan ofl.)
GBP lækka um 5% (Essential Cuisine kraftar ofl.)
Með von um að verðlækkunin nýtist viðskiptavinum okkar vel.
Facebook síða Garra: www.facebook.com/garriheildverslun
Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is