Ný vefverslun Garra fer ótrúlega vel af stað og ríkir mikil ánægja með hana meðal viðskiptavina og starfsfólks.
Við hvetjum alla viðskiptavini að nýta sér hana til hins ýtrasta, fljótlegasta leiðin til að panta vörur og skoða vöruúrvalið okkar.
Hafðu samband við söludeild Garra fyrir nánari upplýsingar eða skráðu þig inn á Vefverslun Garra - www.garri.is
Hér höfum við tekið saman skemmtilegt úrval af vörum sem henta einstaklega vel fyrir morgunverðarhlaðborðið. Mikið af gæðavörum á frábæru verðum.
SJÁ MORGUNVERÐARTILBOÐ
Hægt er að senda inn pöntun á nýrri Vefverslun Garra - www.garri.is
Á þriðjudaginn mun kokteilmeistarinn Gavin Benton frá Funkin Cocktails koma til landsins og sýna spennandi aðferðir, púrrur og sýróp sem slegið hafa í gegn í kokteilsenunni í Bretlandi og víðar um heim.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 15. maí á Petersen svítunni og hefjast leikar klukkan 14:00.
Skráning er hafin á:
www.garri.is/námskeið
Hlökkum til að sjá þig!
Starfsfólk Garra og Funkin Cocktails
Nú er úrval af hollu og bragðgóðu morgunkorni frá Morning Foods á tilboðsverði.
Morning Foods er hágæðaframleiðandi sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vörur sínar.
Tilboðið gildir frá 8. janúar - 19. febrúar 2016. Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 til að fá nánari upplýsingar.
Micro Pro er léttur og vel skipulagður ræstivagn.
Innifaldir hlutir í tilboðinu eru:
4 stk MicromoppurStækkanlegt skaft ásamt festiplötu10 stk MicroklútarPur Active svampurGlerhreinsir BaðherbergishreinsirBlue Star alhreinsir
Vagninn er því tilbúinn til notkunar með öllum nauðsynlegum fylgihlutum.
Fullt verð er kr. 107.422.- með vsk.
Tilboðsverð er kr. 69.824.- með vsk.
Tilboðið gildir til 1. mars eða á meðan birgðir endast.
Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 til að fá nánari upplýsingar.
Námskeiðin fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2. 110 Reykjavík.
23. febrúar 13:30 til 17:00, Modern Cuisine.
24. febrúar 13:30 til 17:00, Restaurant Desserts.
Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir á notkun efna frá Sosa, notkun efna í forrétti, aðalrétti og eftirrétti ásamt því að sýndar verða ýmsar eldunaraðferðir.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Guillem Corral. Guillem hefur haldið fjölda námskeiða fyrir Sosa víðsvegar um heiminn og kynnir bæði faglegar og tæknilegar lausnir í matreiðslu.
Hann er lærður matreiðslumaður og starfaði á virtum Micheline veitingastöðum áður en hann hóf störf hjá Sosa árið 2013.
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur með því að senda nafn, símanúmer og vinnustað á netfangið ivar@garri.is.
Heimasíða SOSA
Í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði með Guillem Corral frá SOSA verður 25% kynningarafsláttur á öllum SOSA vörum hjá Garra í mars 2016.
Um 60 manns sóttu námskeiðið sem þótti vel heppnað í alla staði. Mikil ánægja var meðal þátttakenda sem kynntust þeim möguleikum sem efnin hafa upp á að bjóða og hve auðveld þau eru í notkun.
Smellið á tenglana til að skoða áhugaverðar uppskriftir.
Hafið samband við söludeild Garra til að fá nánari upplýsingar.
Garri býður viðskiptavinum og velunnurum sínum í Vorgleði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 18:00-20:00.
Léttar veitingar í boði.
Okkur þætti afar vænt um að sjá þig!
Starfsfólk Garra
Nýr og glæsilegur vörulisti Garra 2016 er kominn út og er hann kominn í dreifingu til viðskiptavina. Vöruframboðið í listanum er að venju fjölbreytt og spennandi og má þar finna fjölmargar nýjungar í enn breiðari vöruúrvali en áður.
Að þessu sinni er vörulistinn tvískiptur og skiptist í Matvörusvið og Hreinlætissvið.
Við hvetjum alla til að skoða vörulistann og hafa samband við söludeild Garra í síma 5700 300 ef spurningar vakna.