Nýjustu fréttir

Ráðstafanir og öryggisaðgerðir vegna COVID-19 kórónuveirunnar

Fréttir garra
17. mar 2020

Ágæti viðskiptavinur.

Í kjölfar þess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19 veirunnar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hjá Garra til að tryggja að þjónustustig fyrirtækisins raskist ekki og að öryggi viðskiptavina, starfsfólks og fjölskyldna þeirra sé tryggt eins og kostur er.

● Lokað hefur verið fyrir alla utanaðkomandi umferð í vöruhúsi og skrifstofu Garra. Eingöngu starfsfólk Garra má koma inn í húsið. Viðskiptavinum er bent á að panta vörur í Vefverslun Garra eða í síma 5 700 300.

● Enginn beinn samgangur er á milli starfsfólks vöruhúss, bílstjóra og skrifstofu.

● Í öllum deildum fyrirtækisins er lögð mikil áhersla á handþvott, sótthreinsun, almennt hreinlæti og umgengnisreglur samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins.

● Sérstakar þrifaáætlanir hafa verið virkjaðar fyrir vöruhús, skrifstofu og sendibíla fyrirtækisins.

● Umgengnisreglur í mötuneyti hafa verið hertar. Allur matur er skammtaður og fáir starfsmenn borða í einu. Búið er að dreifa úr borðum og lágmarksfjarlægð milli manna er tryggð. Allir starfsmenn þrífa og sótthreinsa sín borð og stóla eftir matarhlé.

● Starfsfólk vöruhússins vinnur á vöktum.

● Öll vinnutæki starfsfólks svo sem handtölvur, týnslutæki, lyklaborð og snertiskjáir eru þrifin og sótthreinsuð reglulega.

● Bílstjórar klæðast einnota hönskum í hvert skipti sem vöruafhending fer fram og setja upp nýja hanska á hverjum komustað. Handspritt er í öllum bílum.

● Bílstjórar sjá alfarið um að kvitta á reikninga í viðurvist móttakanda og afhenda vöruna. Viðskiptavinir kvitta ekki á nótur.

● Lokað hefur verið á heimsóknir söluráðgjafa til viðskiptavina.

● Fundir hafa verið takmarkaðir og ekki haldnir nema brýn nauðsyn er til. Farið að tilmælum landlæknisembættisins um fjarlægð á milli fundarmanna. Notast er við Workplace og annan samskiptabúnað við fundarhöld ef þörf þykir.

Á þessum skrýtnu tímum breytast aðstæður hratt. Farið er yfir öll mál og áhættuatriði daglega. Samstarf starfsfólks Garra og viðskiptavina fyrirtækisins er einstakt, við metum það mikils og kappkostum að halda öllum upplýstum um leið og breytingar verða á þessu fyrirkomulagi.

Bestu kveðjur,

fyrir hönd starfsfólks Garra

Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri

Lesa nánar

Garri fær viðurkenningu fyrir árangur í öryggis- og umhverfismálum

Fréttir garra
18. feb 2020

Garri hlaut viðurkenningu á forvarnarverðlaunum VÍS fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.

Við erum ótrúlega stolt og glöð með að vera í þessum hópi fyrirtækja og munum halda ótrauð áfram í að vera ábyrg gagnvart samfélaginu, umhverfinu, framtíðinni og íbúum landsins.

Hér er myndband sem var gert í kjölfar tilnefningarinnar :

Lesa nánar

Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar

Fréttir garra
12. feb 2020

Kæri viðskiptavinur

Veðurspáin fyrir föstudaginn 14. febrúar næstkomandi er með allra versta móti og því óvíst hvort hægt verði að afgreiða allar pantanir eins og venja er þann daginn.

Við hvetjum alla til að panta tímanlega svo við getum tryggt afhendingu á vörum fyrir helgina á fimmtudegi áður en vonskuveðrið skellur á.

Kærar kveðjur,Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Breyttur opnunartími

Fréttir garra
31. jan 2020

Kæru viðskiptavinir.

Tekið hefur gildi breyttur opnunartími á þjónustuborði og skrifstofu Garra. Opið verður á þjónustuborði og skrifstofu milli klukkan 8:00 og 16:00 mánudaga til föstudaga. Opnunartími í afgreiðslu vöruhúss helst óbreyttur milli klukkan 8:00 og 17:00 mánudaga til miðvikudaga og til klukkan 16:00 á fimmtudögum og föstudögum.

Opnunartími

Þjónustuborð og skrifstofa:

8:00-16:00 mánudaga til föstudaga

Afgreiðsla vöruhúss:

8:00-17:00 mánudaga til miðvikudaga

8:00-16:00 fimmtudaga og föstudaga

Ný vefverslun Garra hefur farið ótrúlega vel af stað og ríkir mikil ánægja með hana meðal viðskiptavina og starfsfólks. Fljótlegasta leiðin til að panta vörur og skoða vöruúrvalið okkar er með vefversluninni. Við hvetjum alla viðskiptavini að nýta sér hana til hins ýtrasta og minnum á að hún er opin allan sólahringinn.

Kærar kveðjur,

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Opnunartími Garra yfir jólahátíðina

Fréttir garra
13. des 2019

Við hvetjum til þess að gera pantanir tímanlega fyrir jólin þar sem það eru færri dagar til útkeyrslu og því gott að vera fyrr á ferðinni. Sniðugt er að nota Vefverslun Garra til að skipuleggja og framkvæma pantanir, ef eitthvað gleymist er einfalt að bæta því við í vefverslun svo lengi sem pöntunin sé ekki komin í útkeyrslu.

Opnunartími í Reykjavík verður eftirfarandi:

Aðfangadagur - Þriðjudagur 24. desember - LOKAÐJóladagur - Miðvikudagur 25. desember - LOKAÐAnnar í jólum - Fimmtudagur 26. desember - LOKAÐFöstudagur 27. desember - OPIÐMánudagur 30. desember - OPIÐÞriðjudagur 31. desember - OPIÐ 8:00 - 12:00Nýársdagur, Miðvikudagur 1. janúar - LOKAÐFimmtudagur 2. janúar - OPIÐ 8:00 - 16:00

Ferðir á Selfoss verða eftirfarandi:

Föstudagur 13. desemberMiðvikudagur 18. desemberMánudagur 23. desemberFöstudagur 3. janúar

Ferðir til Keflavíkur verða eftirfarandi:

Fimmtudagur 19. desemberFöstudagur 27. desemberFimmtudagur 2. janúar

Til þess að tryggja að vörur sem fara með flutningsaðilum út á land komist til skila fyrir jól þá þurfa pantanir að berast fyrir fimmtudaginn 19. desember.

Viðskiptavinir eru hvattir til að gera pantanir tímanlega.

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019

Fréttir garra
01. nóv 2019

Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019 sem Garri hélt í Laugardalshöll fimmtudaginn 31. október 2019. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum. Augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.

Þema keppninnar í ár var "Framtíðin" þar sem hver og einn keppandi túlkaði þemað eftir sínu höfði.

Eftirréttur Ársins 2019

Keppendur í Eftirréttur Ársins 2019

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins 2019F.v. Sindri Guðbrandur Sigurðsson 1. sæti, Wiktor Pálsson 2. sæti og Aþena Þöll Gunnarsdóttir 3. sæti

Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.

Í öðru sæti lenti Wiktor Pálsson frá Hótel Sögu og í þriðja sæti Aþena Þöll Gunnarsdóttir frá Gamla Fiskfélaginu.

Konfektmoli Ársins 2019

Keppendur í Konfektmoli Ársins 2019

Sigurvegarar í Konfektmoli Ársins 2019F.v. Garðar Kári Garðarsson 1. sæti, Vigdís Mi Diem Vo 2. sæti og Aisuluu Shatmanova 3. sæti

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins í ár var Garðar Kári Garðarsson frá Deplum sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.

Í öðru sæti lenti Vigdís Mi Diem Vo frá Sandholt og í þriðja sæti Aisuluu Shatmanova frá Sandholti.

Dómarar

Dómarar í Eftirréttur Ársins 2019F.v. Sigurður Laufdal, Garðar Kári Garðarsson og Baldur Öxdal

Eftirréttur Ársins:

Yfirdómari var Garðar Kári Garðarsson – Deplar og Kokkalandsliðið

Sigurður Laufdal – Bocuse d’Or keppandi

Baldur Öxdal – Lindin

Dómarar í Konfektmoli ársins 2019F.v. Óskar Ólafsson og Axel Björn Clausen

Konfektmoli Ársins:

Yfirdómari var Axel Björn Clausen frá Hipstur og Kokkalandsliðinu.

Meðdómari var Óskar Ólafsson matreiðslumaður.

Keppnin fór fram á sýningunni Stóreldhúsið í Laugardalshöll og stóð yfir allan daginn frá kl. 10:00 – 16:00. Garri hefur haldið eftirréttakeppnina í 10 ár við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu.

Sjá fleiri myndir á Instagram og Facebook síðu Garra.

Lesa nánar

Skráning er hafin í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019

Fréttir garra
10. okt 2019

Eftirréttakeppnin Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin fimmtudaginn 31. október á sýningunni Stóreldhúsið 2019 í Laugardalshöll.Þema keppninnar er Framtíðin. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði. Þeminn þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv. Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega. Opnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar. Þrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum. SKRÁNING HÉR Í EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2019 SKRÁNING HÉR Í KONFEKTMOLI ÁRSINS 2019 Nánari upplýsingar gefur Bjartur í síma 696-4438 eða bjarturlogi@garri.is Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar um keppnina og hráefni sem eftirrétturinn eða konfektmolinn þarf að innihalda. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar: EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2019 KONFEKTMOLI ÁRSINS 2019

Lesa nánar

Töfraduft matreiðslumannsins - spennandi námskeið í boði Garra og SOSA

Fréttir garra
12. feb 2019

Garri í samstarfi við SOSA Ingredients stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 26. og 27. febrúar 2019.

Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð.

 

Um er að ræða sama námskeiðið en tvær dagsetningar eru í boði:

26. febrúar 13:30 til 16:30

27. febrúar 13:30 til 16:30

 

Skráning:

Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á ivar@garri.is

 

Lærðu betur á notkun efnanna frá SOSA

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á vörum frá SOSA í matargerð.

 

Fyrir hverja:

Matreiðslumenn, bakara, konditora, nema og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.

 

Leiðbeinandi:

Leiðbeinandi námskeiðsins er Guillem Corral sem hefur haldið fjölda námskeið fyrir SOSA víðsvegar um heiminn og kynnir bæði faglegar og tæknilegar lausnir í meðferð bætiefna í matargerð. Hann er lærður matreiðslumaður og starfaði á virtum Micheline veitingastöðum áður en hann hóf störf hjá SOSA árið 2013.

 

Á námskeiðinu er farið yfir:

Aðferðir á notkun efna frá SOSA

Forrétti, aðalrétti og eftirrétti

Ýmsar eldunaraðferðir

 

Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:

Aukin þekking á notkun bætiefna í matargerð

Aukin þekking í matreiðsluaðferðum

 

Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.

Ath. Námskeiðin fer fram á ensku.

 

Heimasíða SOSA

www.sosa.cat

Lesa nánar

Gleðilega hátíð frá Garra

Fréttir garra
20. des 2018

Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2019.

Sjáumst á nýju ári!

Með kveðju,

Starfsfólk Garra

Lesa nánar
Síða 10 af 15