Kynning í Garra með Sofi Granlund – Sérfræðingur í bakkelsi og innblæstri!
Miðvikudagurinn 9.apríl frá 14:00 til 16:00
Við erum spennt að fá Sofi Granlund, reyndan bakara og sætabrauðskokk með áratugalanga reynslu til að deila þekkingu sinni með okkur!
Miðvikudaginn 9.apríl verður spennandi kynning í Garra þar sem við kynnum nýjungar frá Bridor og Sofi veitir innblástur og hugmyndir um notkun á vörum Bridor.
Ef þú vilt innblástur til að skapa girnilega og faglega framreidda morgunverðarrétti, fá nýjar hugmyndir fyrir fundar- og ráðstefnuveitingar þá er þetta fyrir þig!
Ekki missa af tækifærinu til að fá innblástur frá einum af fremstu sérfræðingum í faginu.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur og deila spennandi nýjungum!
Fyrir hverja er kynningin: Matreiðslufólk, nemar og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.
Skráning: Vinsamlegast fyllið út form hér til hliðar.