Vegan með Ardo

mánudagur 22. jan. 2024 kl. 15.42
Fréttir garra

falafel

Vegan falafelvefja

Innihald

  • 1 kg Ardo Falafel
  • 500 g Tómatar í teningum Ardo
  • 500 g Kjúklingabaunir
  • 200 g Paprika blönduð í teningum Ardo
  • 50 g Shallottulaukur Ardo
  • 10 g Chili Ardo
  • 10 g Saxaður hvítlaukur Ardo
  • 2 dl Grænmetissoð
  • kúmen
  • 30 vefjur
  • 300 g romaine kál
  • 300 g klettasalat

Aðferð

  1. Undirbúið sterka tómatsósu með tómötum, papriku, chili, hvítlauk, shallottlauk og kúmen.
  2. Bætið kjúklingabaununum við og látið krauma í sósunni í 15 mínútur, kryddið með salti og pipar.
  3. Þykkið með smá maíssterkju ef þörf er á.
  4. Setjið Falafel á ofnplötu og bakið í 10-14 mínútur á 180°C.
  5. Setjið vefju saman með marineruðum kjúklingabaunum, fjórum falafel og romaine káli. Make a wrap with spicy chickpeas, 4 falafels and the roman Lettuce.
  6. Berið fram með klettasalati og þremur falafel til hliðar.

vegetable fries

Thai style grænmetisfranskar

Innihald

  • 2 kg Grænmetisfranskar Ardo
    • 1 kg Kínablanda Ardo
    • 20 gr Kryddblanda Thai style Ardo
    • 1,5 dl teriyaki sósa
    • 50 ml Sólblómaolía
    • Maíssterkja
    • Jurtaspírur
    • Lime börkur

Aðferð

  1. Gufusjóðið kínablönduna til þess að afþíða.
  2. Steikið (stir fry) kínablönduna í sólblómaolíu og kryddið með thai style kryddblöndunni og teriyaki sósu.
  3. Bindið með maíssterkju.
  4. Djúpsteikið eða ofnbakið grænmetisfranskarnar.
  5. Toppið grænmetisfranskarnar með thai teryaki grænmetisblöndunni.
  6. Berið fram með jurtaspírum og limeberki.

smoothie

Brómberja & banana smoothie

Innihald

  • 150g Frosin brómber Ardo
  • 1 Banani
  • 1/4 litre Appelsínusafi
  • 2 msk sykur

Aðferð

  1. Blandið saman brómberjum, banana, appelsínusafa og um tveimur matskeiðum af sykri þangað til myndast hefur jöfn og mjúk áferð.
  2. Hellið í tvö stór eða fjögur lítil glös og berið strax fram.

bbbbq blómkál

Smokey bbq Blómkál

Innihald

  • 1.5 kg Blómkál 30/60 Ardo
  • 125 g Kryddblanda BBQ Style herb Ardo
  • 100 g smjörlíki

Aðferð

  1. Gufusjóðið blómkálið stuttlega og látið renna vel af þeim.
  2. Blandið smjörlíki við bbq kryddblönduna.
  3. Raðið blómkálinu í eldfast mót og hellið bbq kryddsmjörinu yfir.
  4. Bakið blómkálið í ofni í 15-20 mínútur á 180°C.

asian wok

Asian style Wok

Innihald

  • 2 kg Wok mix Ardo
  • 150 g Asian style kryddblanda Ardo
  • Smá hnetuolía
  • 600 g Vegan kjúklingabitar
  • 200 ml Sweet chilli sósa
  • 100 ml Sæt soyasósa
  • 50 ml Sesamolía
  • 100 g Hrísgrjónanúðlur

Aðferð

  1. Djúpsteikið hrísgrjónanúðlurnar stuttlega þangað til þær blása upp.
  2. Steikið vegan kjúklinginn í hnetuolíu og kryddið með asian style kryddblöndunni.
  3. Gufusjóðið eða steikið wok mix snöggt og bætið svo við vegan kjúklinginn.
  4. Bætið sweet chili sósu, soyasósu og sesamolíu við.
  5. Látið malla, bætið svo steiktu hrísgrjónanúðlunum við og berið fram.

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar