ValmyndLoka valmynd

Innskráning

Skráning: Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2023

þriðjudagur 5. sept. 2023 kl. 12.41
Fréttir garra

Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017. Keppnin í ár verður haldinn þriðjudaginn 31.október á La Primavera í Hörpu.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.

Þema ársins er skandinavískt haust

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

  • Cacao Barry; Zephyr™ 34% - einstaklega mjúkt, sætt hvítt súkkulaði sem hefur mjúka áferð og mikið mjólkurbragð.
  • CapFruit jarðarberja- eða hindberjapúrra.
  • Jakobsen, hunang.

Notkun á súkkulaði, púrrum og hunangi frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.

Keppendur í Eftirréttur ársins koma með allt tilbúið á keppnisstað. Fjórum eftirréttum er skilað á diskum. Ekkert hráefni er fáanlegt á keppnisstað. Hver keppandi hefur 20 mínútur til að setja eftirréttinn á diska. Keppendur koma með öll áhöld sjálfir, en kælir og frystir eru á staðnum.

Keppendur í Konfektmoli ársins skila á keppnisstað 15 tilbúnum molum í sömu tegund. Þrír molar fara í smakk en 12 molar fara í myndatöku og uppstillingu. Skilatími er milli kl. 10 og 14 þann 31.október.

Nánari upplýsingar fyrir Eftirréttur Ársins.

Nánari upplýsingar fyrir Konfektmoli Ársins.

Skráning í Eftirréttur ársins: Það er uppbókað í Eftirrétt ársins enn við hvetjum alla til að senda póst á hulda@garri.is og við setjum þig biðlista.

Skráning í Konfektmoli ársins: Lokað er fyrir skráningu.

Grunnhráefnispakki til æfinga fylgir skráningu og greiðslu á 5.000 kr. staðfestingargjaldi. Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað.

Staðfestingargjald er greitt inn á reikning: 0301-26-000817. kt. 670892-2129.

Skráningarfrestur er til 20. október 2023.

Nánari upplýsingar veitir Hulda í síma 858-0333 eða hulda@garri.is

Gangi ykkur vel!

Bianca Tiantian Zhang

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021
<…
Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020
<…
Lesa nánar