Nákvæmni, skapandi hugsun og óbilandi ástríða
Garri hélt keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fimmtudaginn 31.október á Stóreldhúsinu 2024. Framúrskarandi fagfólk sýndi þar einstaka nákvæmni, sköpunargáfu og djúpa þekkingu á hráefnum og tækni. Leitast var eftir að framkalla fullkomið bragð og áferð með hverjum bita, ásamt því að skapa sjónræna list.
Eftirréttirnir voru fjölbreyttir og léku fagmenn sér við listina að blanda saman ólíkum bragðtegundum til að ná fullkomnu bragði til að gleðja bragðlaukana. Banana-púrran kom skemmtilega vel fram hjá keppendum, en hugmyndin af hráefninu kom frá Sindra Guðbrandi Sigurðssyni dómari í Eftirréttur ársins og Bocuse d‘Or keppanda. Sindri fór á námskeið á vegum Cacao Barry fyrr á árinu þar sem Ramon Morata gerði eftirrétt úr banana-púrru sem heillaði hann mikið. Sindri sagði eftir keppnina að honum þótti einstaklega gaman að sjá hvað er hægt gera fjölbreytta eftirrétti úr banana-púrrunni frá Capfruit.
“Mikil fjölbreytni var í bragði og áferð, bæði ferskir og þyngri eftirrèttir þar sem bananinn hefur þann eiginleika að virka fyrir bæði”.
Konfektmolarnir voru einstaklega fallegir þetta árið. Að búa til konfektmola krefst sérstakrar nákvæmni til að ná réttri áferð, jafnvægi og útliti. Dómararnir í Konfektmola ársins, Ólöf Ólafsdóttir og Hafliði Ragnarsson töluðu um að tæknileg útfærsla konfektmolanna þetta árið væri framúrskarandi.
Að skapa minnistæða matarupplifun krefst stöðugrar þróunar og skapandi nálgunar þar sem þeir sem skara fram úr leita sífellt nýrra leiða til að gleða bragðlauka og skapa minnistæða upplifun. Við hjá Garra erum afar stolt af keppnunum og þátttakendum sem skapa skemmtilega sögu. Þessar keppnir eru ekki aðeins mikilvægir viðburðir fyrir fagfólk heldur stuðla þær einnig að framgangi og nýsköpun í íslenskri matargerð, þar sem þátttakendur sýna gríðarlegan metnað og mikla færni.
Eftirréttur ársins hefur verið haldin síðan 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017, keppnirnar hafa fest sig í sessi sem vettvangur þar sem nýjungar og sköpunargleði í eftirréttum og konfekti er í hávegum höfð.
Dómarar í Konfektmoli ársins voru Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og margverðlaunaður konfektgerðarmaður og Ólöf Ólafsdóttir konditor, pastry chef og höfundur bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir.
Dómarar í Eftirréttur ársins voru Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d‘Or keppandi, Snædís Xyza Mae Ocampo þjálfari kokkalandsliðsins og Kent Madsen matreiðslumaður og tækniráðgjafi hjá Cacao Barry.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins árið 2024
1.sæti Hugi Rafn Stefánsson
2.sæti Símon Kristjánsson Sullca
3.sæti Filip Jan Jozefik
Nemaverðlaun Garra fékk Mikael Máni Oddsson
Sigurvegari í Konfektmoli ársins 2024
1.sæti Wiktor Pálsson
2.sæti Íris Nhí Einarsdóttir
3.sæti Ísabella Karlsdóttir sem jafnframt fékk nemaverðlaun Garra
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmola ársins hlutu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry
Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.
Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.
Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.
Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.
Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.
Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.
Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.
Kæru viðskiptavinir
Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅
Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020
Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.
Kæru viðskiptavinir
Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.
Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.
Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð
Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.
Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.
Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.
Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.