Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Stuðningsfélagsins Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.
Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2017.
Sjáumst á nýju ári!
Með kveðju,
Starfsfólk Garra