Heilhveititortillur með kjúklingi, graslaukssósu og grilluðu grænmeti

Heilhveititortillur með kjúklingi, graslaukssósu og grilluðu grænmetiFyrir 4 - 6

4-6 heilhveititortillur
500 g kjúklingabringur
2 msk. matarolía
300 g Italian Grill grænmeti frá Ardo
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. cumin
1 tsk. oregano
1 tsk. saxaður hvítlaukur
1-2 msk. salt og pipar, grænmetiskraftur án MSG
1,2 kg blómkál, Ardo
500 g gulrætur í strimlum, Ardo
Salt og pipar

Blandið kryddi saman ásamt olíu, salti og pipar og marinerið bringurnar í kryddleginum. Eldið í ofni við 180°C í u.þ.b. 15 mín. Steikið grænmetisblöndu á pönnu og kryddið með salti og pipar. Hitið tortillur á pönnu, skerið kjúkling í hæfilegar sneiðar og raðið í tortillur ásamt grænmeti, graslaukssósu og vefjið saman.

Indversk hörpuskel með Korma-kókossósu ásamt Rainbow gulrótum

1 kg hörpuskel
1 kg Rainbow gulrætur 
200 gr laukur í sneiðum
300 ml Korma sósa
300 ml kókosmjólk
2-3 msk canola olía

Aðferð

Svitið lauk og gulrætur á heitri pönnu í 2-3 mínútur, bætið hörpuskel í og steikið í 1 mínútu. Blandið saman sósu og kókosmjólk og hellið yfir, látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar. Borið fram heitt eða snöggkælt ásamt salati.

200 gr laukur í sneiðum
300 ml Korma sósa
300 ml kókosmjólk
2-3 msk canola olía

Indversk kjúklingavefja

4 stk spelt eða heilhveitivefjur 03
2 stk kjúklingabringur
2 dl Madras sósa Roland
2 msk sesamfræ
½ dl Japonica hrísgrjón
4 þurrkaðar fíkjur, fínt skornar
4 þurrkaðar apríkósur, fínt skornar
4 þurrkaðar döðlur, fínt skornar
2 tómatar, skornir í báta
½ agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í strimla
Salatblöð
2 msk rautt karrýpaste Roland

Aðferð

Marinerið kjúkling yfir nótt í Madras sósu. Veltið úr sesamfræjum, kryddið með salti og pipar og steikið í ofni. Sjóðið hrísgrjón. Blandið þurrkuðum ávöxtum í og kryddið með karrýpasté, salti og pipar. Raðið kjúkling, hrísgrjónum og grænmeti í vefjurnar og rúllið upp.

 


Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir