Carbonara

Fyrir fjóra

400 gr spaghetti pasta  Canuti
2 msk ólífuolía Basso
300 gr beikon, smátt skorið
1 msk  hvítlauksrif, söxuð Ardo
4 dl Millac rjómi
3 stk eggjarauður
100 gr rifinn parmesan
salt og  pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð
Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningunum á pakkanum.
Steikið beikon og hvítlauk í olíu og stráið pipar yfir. Hrærið helmingnum af rjómanum saman við eggjarauðurnar. Hellið því næst óblandaða rjómanum á pönnuna og einnig helmingnum af parmesanostinum, náið upp suðu og blandið pasta saman við.
Að síðustu hellið blandaða rjómanum saman við pasta og hitið þar til sósan þykknar, takið þá pönnuna af hitanum og saltið, skammtið á diska og sáldrið parmeanostinum yfir.

 

Grænmetispasta

Fyrir fjóra

400 gr pasta skeljar Pagani
11/2 msk saxaður hvítlaukur Ardo
2 msk basil Ardo
2 stk rauð paprika hver paprika skorin í 6 bita
1 stk kúrbítur skorinn í ½ cm sneiðar
2 msk ólífuolía til steikingar
2 msk ólífuolía á grænmetið
300 gr maukaðir tómatar í dós
salt og  pipar úr kvörn eftir smekk
rifinn parmesan

Aðferð
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Veltið grænmeti upp úr olíunni, saltið og piprið og bakið í eldföstu móti 180° heitum ofni í 25 mín. Brúnið hvítlauk í olíu á pönnu, hellið síðan sósu og bakaða grænmetinu saman við. Að síðustu blandið pasta og basil út í sósuna  og kryddið með salti og pipar og stráið rifnum parmesan yfir.

 

Hvítlauks og chillipasta

Fyrir fjóra

500 gr spaghetti pasta Canuti
1 msk söxuð hvítlauksrif Ardo
1 stk rauður chilli, fræhreinsaður og smátt saxaður
4 msk ólífuolía
rifinn parmesan
salt eftir smekk

Aðferð
Sjóðið pastað í 3-5 mín. Steikið hvítlauk og chilli á pönnu í olíu á vægum hita þar til hvítlaukurinn er orðin gullbrúnn. Bætið þá spaghetti á pönnuna og blandið öllu saman og kryddið með salti.Berið pastað fram í stórri skál eða skammtið á diska og stráið parmesan yfir.

 

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir