EA 3saetiKeppnin Eftirréttur ársins 2012 var haldin á Hilton Nordica Hótel 6. nóvember síðastliðin. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og voru alls 36 keppendur skráðir til leiks. Keppnin var skemmtileg og hörð og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þeirra innlegg og dómurum fyrir vel unnin störf. Í þriðja sæti í keppninni um eftirrétt ársins hafnaði Hermann Þór Marínósson á Vox

 

Eftirréttur 2012 - 3. sæti

Rifsberjahraun

500 gr.Sykur
100 ml.Vatn
70 gr.Flórsykur
1 stk.Eggjahvíta
Rifsberjaduft
Rifsberjaseyði

 
Aðferð: Sykur og vatn soðið upp í 160 °c flórsykur og eggjahvíta piskað saman og sett útí sykurinn ásamt dufti og seyði þetta er allt pískað saman og látið rísa í álformi.

Kruðningur

Brennt hvítt súkkulaði
Þurrkað hvítt súkkulaði
Þurrkuð einiber

Fylling

Rifsberjaseyði

Pralinkrem

100 ml. rjómi
100 gr. Pralin

Aðferð: Soðið upp á rjóma og blendað með pralin.

Frauð

450 gr. Hvítt súkkulaði
450 gr. Pralin
1800 ml. þeyttur rjómi
15 gr. Matarlím
250 ml. Rjómi
 
Aðferð: Pralin og rúkkulaði brætt. Soðið upp á rjóma og matalím leyst upp. Þessu er foldað saman. Þeyttum rjóma foldað varlega saman og formað.

Rifsberjasulta

500 gr. Rifsber
30 ml. Vodki
5 gr. Estragon
100 gr. Sykur
 
Aðferð: Allt soðið í sultu og sygtað. Sett inn í kúluna og hún lokuð.

Djúpsteikt kúla

75 gr. Sykur
300 ml. rjómi
300 ml. hvítt súkkulaði.
75 gr. Smjör
 
Aðferð: Súkkulaði brætt. Soðið upp á rjóma og sykri og þessu er foldað saman. Smjör sprullað saman við og mótað.

Pannering

Hveiti
Egg
Herslihnetur
Panko raspur

Sorbet

500 ml. Rifsberjaseyði
50 gr. Pro sorbet
50 gr. Sykur

Aðferð: Sykur og ½ seyði soðið og allt kælt. Sett í blender og Prosorbet út í kaldan vökvan. Blendað og fryst.

Hlaup

160 ml rifsberjaseyði
0.3 gr.lota
1.3 gr. Agar
Smá sykur
 
Aðferð: Allt soðið í 30 sec. Og sett á volgan bakka og kælt

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir