EA 2saetiKeppnin Eftirréttur ársins 2012 var haldin á Hilton Nordica Hótel 6. nóvember síðastliðin. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og voru alls 36 keppendur skráðir til leiks. Keppnin var skemmtileg og hörð og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þeirra innlegg og dómurum fyrir vel unnin störf. Í öðru sæti í keppninni um eftirrétt ársins hafnaði Stefán Hrafn Sigfússon hjá Mosfellsbakarí

Eftirréttur 2012 - 2. sæti

Karameliseraður hvítur súkkulaði rjómi

198 gr mjólk
10 gr glúkósi
2 gr ísfirskt sjávarsalt
6 gr vanillu korn
8 gr matarlím
345 gr karameliserað hvítt súkkulaði
400 gr rjómi

Aðferð: Matarlímið lagt í bleyti. Súkkulaði sett í pott og hitað undir vandlega þar til súkkulaðið nær 121°c, hrærið stanslaust í á meðan. Þegar súkkulaðið er komið með skemmtilegan brúnan lit á sig þá er þetta sett strax í kalda skál svo það brenni ekki í botninum og haldi áfram að karameliserast. Því næst er mjólkin, glúkósinn, sjávarsaltið og vanillan sett í pott og soðið upp, matarlímið er svo brætt í heitri blöndunni. Því næst er blöndunni hellt yfir bráðið súkkulaðið (byrið að hræra blönduna út frá miðjunni) Að lokum er blandan blönduð saman við kaldan rjóma, hún er sett í kæli þar til hún fer að þykkna. Gott getur verið að hræra reglulega í henni. Þegar hún hefur þykknað smá er henni sprautað í form. 

Þurrkuð súkkulaði mousse

150 gr dökkt súkkulaði
100 gr sykur
100 gr eggjarauður
165 gr eggjahvítur
 
Aðferð: Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við eggjarauðurnar. Öllu blandað saman og sett í form, bakað við 75°c yfir nótt.

Vanillu rjómi

500 gr. rjómi
100 gr hvítt súkkulaði
1 vanillustöng
4 gr matarlím

Aðferð: Matarlímið lagt í bleyti. Sjóðið rjómann og vanilluna upp saman og látið hvíla í 15 mín. Hitið upp aftur og bætið matarlíminu út í. Vökvinn er svo sigtaður yfir bráðið súkkulaði, allt blandað varlega saman. Setjið blönduna í kæli og látið standa í minnst 4 tíma. Að lokum er blandan þeytt upp.

Rifsberja og jarðaberja hlaup

110 gr sykur
200 gr jarðaberja purée
400 gr rifsberja purée
14 gr matarlím
 
Aðferð: Matarlímið lagt í bleyti. Hitið upp hluta af púrrunni ásamt sykrinum og bræðið matarlímið í volgri blöndunni, blandið restinni af púrrunni saman við. Hellið í form og frystið. Skerið að lokum í rétta stærð. 

Jarðaberjasósa

100 gr jarðaberja purée
50 gr sykur 
25 gr glært gel
 
Aðferð: Hitið púrru og sykur upp að suðu og látið malla í örskamma stund. Bætið glæru geli smám saman við í restina. 

Hvítur súkkulaði snjór

50 gr hvítt súkkulaði
10 gr vanilla
55 gr maltodextrin
 
Aðferð: Blandið súkkulaði og vanillu saman, bætið maltodextrininu saman við í lokin. 

Crumble

100 gr hveiti
100 gr sykur
100 gr smjör
2 gr sjávarsalt
3 dropar olía
100 gr heslihnetur
40 gr möndlumjöl
 
150 gr mjólkursúkkulaði
50 gr kakósmjör
 
Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman (fyrir utan súkkulaði og kakósmjör), setjið c.a. 1cm þykkt lag á plötu og bakið við 160°c í 12-14 mín. Myljið niður og blandið bráðnu súkkulaði og kakósmjöri saman við. 

Praline spray

500 gr praline massi
200 gr kakósmjör

 

Praline spray

 

Sykur
Jarðaberjapurée
Rifsberjapurée
Egg
Smjör
 
Aðferð: Karameliserið sykurinn, velgið púrrurnar og blandið saman ásamt egginu. Hitið upp í 85°c. Kælið og blandið smjöri saman við í um 40°c. Geymið inni á kæli þar til þetta er orðið kalt og búið að taka sig. 
Aðrar skreytingar:
Örþunnt súkkulaði með smá "Blara crankin" massa ofan á. 
Smá hvítt súkkulaði til skrauts.
Dökkir súkkulaði gormar.
Crispy strawberry frá Sosa.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir