eftirrettir2010_Isak_3saetiÁ Matardögum 2010 í Smáralind hélt Garri í samstarfi við súkkulaðiframleiðandann Cacao Barry  keppnina um „Eftirrétt ársins“. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og tóku alls 22  keppendur þátt. Voru það bakarar, matreiðslumenn og nemar úr báðum fögum. Keppnin var skemmtileg og hörð og  þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þeirra innlegg og dómurum fyrir vel unnin störf.  Í þriðja sæti í keppninni um eftirrétt ársins hafnaði Ísak Vilhjálmsson sem starfar á Fiskfélaginu.

Passion sushi engifer krapís

66g vatn
70g sykur
330g passion purre
½ matarlímsblað
15g glúkósi
1g salt
Sushi engifer

Aðferð:
Allt nema matarlímið og engiferið sett í pott og hitað þar til sykurinn er leystur upp, þá er matarlími bætt við og smakkað til með sushi engiferi. Fryst í paco jet dalli, fryst og hrært upp.

Passion sykurpúðar

90g glúkósi
200g sykur
35g vatn
55g eggjahvítur
200g passion purré
6 matarlímsblöð

Aðferð:
Eggjahvíturnar settar í hrærivélaskál og þeytt á lágum hraða. Sykur, glúkósi og vatn hitað í potti upp í 121°C og hellt varlega útt í skálina með eggjahvítunum þegar það er komið loft í þær. Passion purré soðið niður úr 200g niður í 50g þá er matarlím sem er búið að liggja í köldu vatni í 5mínútur sett í purréið og leyst upp. Marensinn í skálinni ætti að vera orðinn vel stífur og þá er purréinu hellt saman við og þeytt áfram þar til það er orðið vel stíft, þá er sykurpúðinn settur í sprautupoka og sprautað í hvaða form sem er á bakka með smjörpappir og flórsykri, síðan er stráð flórsykri yfir og látið standa á þurrum stað í 12 til 24klst.

Pekanhnetu og engifer crumble

100g pekanhnetur ristaðar og saxaðar
100g hveiti
100g púðursykur
100g smjör
15g engifer
4g salt

Aðferð:
Flórsykur, hveiti og eggjahvítur pískað saman, noisette smjörinu blandað saman við og smakkað til með salti og engiferi. Sett á sílikonmottu og bakað á 180° í 5 til 7 mínútur.

Karmelujógúrt og engifer froða

300ml karamelujógúrt
50g sykur
100ml mjólk
1 ½ matarlímsblað
Engifer

Aðferð:
Mjólk og sykur hitað saman í potti, matarlímið lagt í bleyti í köldu vatni í 5mín leyst síðan upp í mjólkinni. Mjólkinn er síðan hellt saman við jógúrtirð og smakkað til með engiferi.

Passion hlaup

250g passion purré
50g vatn
25g sykur
2g agar agar (jurta hleypiefni)
3stk matarlím
1g salt

Aðferð:
Purré, vatn og sykur sett í pott og hittað upp þar til sykurinn er leystur upp, því næst er agar bætt saman við og pískað saman við og leyft að vera á helluni í 3 til 4 mínútur og pískað saman á meðan, matarlím sem er búið að liggja í bleyti í köldu vatni tekið úr og vatnið kreist frá. Pískað saman við og sigtað á ½ gastró og látið kólna

Karamelu súkkulaði mús

250g caco barry karmelu súkkulaði
2stk egg
250ml rjómi léttþeyttur
100g sykur
2stk matarlímsblöð
10ml rjómi

Aðferð:
Súkkulaði brætt í vatnsbaði, egg og sykur sett í hrærivél og þeytt. Þegar komið er nægilegt loft í eggin þá er súkkulaðið foldað saman við því næst er rjómanum foldaður líka í. Endað er á því að hita 10ml rjóma í potti og matarlímsblöð sem eru búin að liggja í köldu vatni í 5 mín brætt í rjómanum, bætt saman við músina.

Súkkulaði köku botn

150g smjör
210g caco barry 64% extra bitter guayaquil
3stk egg
240g sykur
100g rjómi
90g hveiti
30g pekanhnetur

Aðferð:
Súkkulaði og smjör brætt saman í vatnsbaði, rjómi og sykur sett yfir hellu í potti og hitað upp þar til sykurinn leysist upp. Eggin pískuð saman í skál og bráðnu súkkulaðinu blandað saman við, því næst er rjómanum hellt saman við og blandað vel saman. Endað er á því að hveiti er sigtað og blandað við með söxuðum pekanhnetum, hellt í ½ gastró og bakað á 120°C í 20mínútur.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir