Ari Þór Gunnarsson hafnaði í 2. sæti í keppninni um eftirrétt ársins á Matardagar 2010Á Matardögum 2010 í Smáralind hélt Garri í samstarfi við súkkulaðiframleiðandann Cacao Barry  keppnina um „Eftirrétt ársins“. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og tóku alls 22  keppendur þátt. Voru það bakarar, matreiðslumenn og nemar úr báðum fögum. Keppnin var skemmtileg og hörð og  þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þeirra innlegg og dómurum fyrir vel unnin störf.  Í öðru sæti í keppninni um eftirrétt ársins hafnaði Ari Þór Gunnarsson sem starfar á Fiskfélaginu.

Passion sorbet

12stk passion (safi)
½ bolli einfalt síróp
¾ bolli appelsínusafi
2msk hunang

Kókos froða

600gr súrmjólk
400ml kókosmjólk
300gr sykur
1stk sítróna (safi)
Þykkt með xantana

Gljáð hneta

50gr ristaðar heslihnetur
10gr hildeblomst edik
10gr sykur

Passion hlaup

200gr ferskur passion safi
2gr agar agar
2blöð matarlím

Kókos kaka

150gr smjör
210gr kókos púrre
3stk egg
100gr rjómi
240gr sykur
90gr hveit

Karamellu súkkulaði mús

Karamellu súkkulaði mús með ristuðum kókos og þurrkuðum chilli ofan á kókos köku í samleik við ástríðu ávöxt og heslihnetur.

200 gr mjólk
45 gr sykur
100 gr eggjarauður
5 gr matarlím
250 gr karamellu súkkulaði
300 gr þeyttur rjómi

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir