Á Matardögum 2010 í Smáralind hélt Garri í samstarfi viðnr1 súkkulaðiframleiðandann Cacao Barry  keppnina um „Eftirrétt ársins“. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og tóku alls 22  keppendur þátt. Voru það bakarar, matreiðslumenn og nemar úr báðum fögum. Keppnin var skemmtileg og hörð og  þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þeirra innlegg og dómurum fyrir vel unnin störf.  Í fyrsta sæti hafnaði Ingimar Alex Baldursson sem starfar á Hótel Holt.

Eftirréttir 2010 - 1. sæti

Súkkulaði tart

250gr ósaltað smjör
200gr Cacao Barry Mexicue 66% súkkulaði
50gr Cacao Barry Lactée Caramel 31,2% súkkulaði
125gr sykur
8stk egg heil
65gr hveiti
2 stk tonka pipar rifinn

Aðferð:
Súkkulaðið og smjörið er brætt í vatnsbaði. Eggin og sykurinn eru slegin saman í skál og blandað varlega saman við súkkulaðið. Hveitið er sigtað og blandað varlega saman við ásamt tonka pipar.
Í lokin er Cacoa Barry Plein Aróme kakó dufti dampað yfir.

Kalamanzi fylling

100ml Chef´s Taste rjómi
125gr Cacao Barry Lactée Caramel 31,2% súkkulaði
60gr kalamanzi púrra frá Cap´fruit

Aðferð:
Hitað upp á rjómanum og kalamanzi púrre, látið kólna niður í 45%. Því næst er súkkulaðinu blandað varlega saman við.

Passion sykurpúðar

200gr sykur
90gr glúkósi
55gr eggjahvítur
35ml vatn
50ml passion púrra frá Cap´fruit
6 stk matarlím

Aðferð:
Helmingurinn af sykrinum og eggjahvíturnar eru þeyttar saman þangað til þær eru orðnar semi marengs en ekki alla leið. Matarlím er lagt í bleyti og leyst upp í passion púrru við vægan hita. Hinn helmingurinn af sykrinum, glúkósi og vatn er hitað saman í potti við 121°c og síðan helt varlega saman við eggin og sykurinn og unnið saman í hrærivélinni á hálfum snúning. Í lokin er matarlímsblöndunni varlega hellt saman við blönduna.

Kalamanzi gellan mauk

80ml Alsace “Hugel“ Risling hvítvín
120ml vatn
100gr kalamanzi púrré frá Cap´fruit
100gr sykur
4gr Agar agar sósa

Aðferð:
Allt saman hitað í potti upp að suðu, þá er Agar agar bætt saman við og látið krauma í 5 mín. Síðan er þetta maukað með töfrasprota og í gegnum fínt sigti og því næst kælt. Að lokum er þetta unnið í matvinnsluvél þar til maukið er orðið stíft og fínt.

Pistasíu mulningur

50gr pistasíur
50gr sykur
½ stk lime

Aðferð:
Sykurinn er hitaður að karamellu í potti, ristaðar pistasíur settar á bakka með smjörpappír á og karamellunni hellt yfir. Lime safi er kreistur yfir hneturnar og karamelluna á meðan hún er enn sjóðandi heit, þannig að þú heyrir hana suða. Því næst er þetta unnið í matvinsluvél, en ekki of gróft.

Pistasíu twill

75gr flórsykur
75gr Cacao Barry Lactée Caramel 31,2% súkkulaði
70gr hveiti
60gr sykur
100gr eggjahvítur
200gr ristaðar pistasíur

Aðferð:
Pistasíurnar eru unnar niður í duft í matvinnsluvél og því næst er öllum hráefnum blandað saman.

Grænte ís

250ml Chef´s Taste rjómi
250ml mjólk
15gr grænte
100gr eggjahvítur
150gr sykur

Aðferð:
Soðið uppá rjóma og mjólk og svo er grænteinu bætt útí plastað og látið standa, egg og sykur legerað og blandað varlega út í þegar báðar blöndur eru orðnar kaldar.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir