Flatbrauð - Hentar líka á grillið

7 dl. hveiti
2 dl. spelt
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. þurrkað timían
1/2 tsk. þurrkað rósmarín
2-3 msk. jómfrúarolía (eða venjuleg ólífuolía)
2 1/2 dl. vatn
Olía til prenslunar

Aðferð
Sjóðið vatn. Sigtið hveitið í skál og bætið spelti, salti, lyftidufti og kryddi saman við. Setjið jómfrúarolíuna og vatnið út í og hnoðið deigið í tvær mínútur í hrærivél við meðalhraða. Formið kúlu úr deiginu og látið það standa í 30 mínútur. Skiptið deginu í 12 hluta og fletjið þá út í kringlóttar kökur. Penslið pönnukökupönnu með olíu og steikið brauðið í u.þ.b. 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til það er ljósbrúnt. 

Grillbrauð

5 dl. hveiti
5 dl. heilhveiti
1/2 tsk. salt
1/2-1 msk. sykur
1 msk. kóríander fræ
1 msk. þurrger
1 1/2 dl. fingurvolgt vatn

Aðferð
Setjið hveiti, heilhveiti, salt, sykur, kóríander fræ og þurrger í skál. Mælið fingurvolgt vatn (það má alls ekki vera heitara), hellið út í og hrærið saman. Hnoðið örlítið með höndunum. Fletjið út með kökukefli eða mótið lítil brauð með höndunum. Setjið á álpappírsbút. Ef þetta er flatt út í stóran flöt þarf að skera í flötinn með hnífsegg (kleinujárni). Hitið grillið. Setjið grind á miðjuna á grillinu. Leggið álpappírinn með brauðinu á grillið og bakið í 3-5 mínútur. Snúið álpappírnum með brauðinu við, þannig að álpappírinn er nú ofan á því. Grillið áfram í 3 mínútur. Fylgist vel með því , þetta er fljótt að brenna. 

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir