Grillaður túnfiskur

Með ólífukartöflum, safranioli og bökuðum tómötum

4 x 200 gr. túnfisksteikur
3 stórar bökunarkartöflur
100 ml. rjómi
50 gr. smjör
100 gr. Barnier ólífur t.d. French Country mix
4 plómutómatar
2-3 rif hvítlaukur
100 ml. ólífuolía
2-3 kvistar timían
200 gr. majónes
Nokkrir þræðir saffran
1-2 msk. sítrónusafi
Sjávarsalt og svartur pipar úr kvörn
 
 
 
Aðferð
Kartöflur flysjaðar, soðnar og pressaðar gegn um sigti. Rjómi soðinn niður um helming og kartöflum bætt í, hrært saman ásamt smj0ri, ólífum og steinselju, loks smakkað til með salti og pipar. Tómatar skornir í tvennt og settir á eldfast mót, kryddaðir með hvítlauk, timían og penslaðir með olíu, saltaðir og bakaðir í ofni í c.a. 20 mínútur á 160°C. Setjið majónes, saffran, sítrónusafa og eitt hvítlauksrif saman í matvinnsluvél og maukið, smakkið til með salti og pipar. Túnfisksteikur penslaðar með olíu og grillaðar á hvorri hlið í c.a. 2 mín. Metið eftir smekk. Borið fram með flottu salati.

Nauta- og svínakebab í vefju með klettasalati og agúrkuraitu

Nauta- og svínakebab í vefju með klettasalati og agúrkuraitu

Fyrir 4

600 gr. blandað svína- og nautahakk
1/2 tsk. cayennapipar
1 stk. saxaður laukur
3 tsk. garam masala kryddblanda
2 stk. saxaðir hvítlauksgeirar
Salt og pipar eftir smekk
8 grillspjót
1 poki Klettasalat

Aðferð

 Blandið hakki, kryddi og lauk vel saman og mótið ca. 8 sm langar pylsur úr hakkblöndunni, leggið spjótin ofaná og mótið hakkið utanum. Grillið á vel heitu grilli í ca.2 mín á hvorri hlið.  Losið kjötið af spjótunum og setjið inn í tortillu ásamt salati og raitu.
 

Ofnbakaður þorskur í Madras karrísósu

Ofnbakadur_thorskurFyrir 4-6

800 g þorskbitar
500 g Madras karrísósa frá Garra
5oo ml kókosmjólk
Salt og pipar

Kryddið þorsk með salti og pipar og blandið sósu saman við kókosmjólk, leggið í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Berið fram með soðnum hýðisgrjónum og góðu salati.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir