Eggjanúðlur með tígrisrækjum og grænmeti

Fyrir tíu

2 pakkar Eggjanúðlur Wiik soðnar samkvæmt leiðbeiningum
5 hrærð egg krydduð með salti og pipar, steikt saman á pönnu og skorin í strimla
Olía til steikingar
2 msk saxaður hvítlaukur Ardo
1 msk saxað engifer
100 g rauðlaukur Ardo
1 kg tígrisrækja Nordic Seafood
600 g/ 1 poki blandaðir villisveppir Ardo
200 g spínat Ardo
200 g saxað Kínakál
200 g paprika í strimlum Ardo
2-3 msk sesamolía Roland
Sriracha chilisósa Roland
Salt og pipar

Aðferð

Hvítlaukur, rauðlaukur og engifer gyllt í olíu á heitri pönnu. Tígrisrækjum bætt í og steiktar stutta stund. Því sem eftir er af grænmeti bætt saman við ásamt sesamolíu. Smakkað til með salti, pipar og Roland Sriracha chilisósu. Að lokum er soðnum núðlum blandað varlega saman við og eggjastrimlum stráð yfir.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir