Blómkáls-ostabuff samloka með indverskum lauk, mango chutney, ristuðu blómkáli og raita

Baguelino brauð (ljós eða dökk) Vandermoortele
Mango Chutney Roland
Blómkáls-ostabuff ARDO
Ristað blómkál
Indverskur laukur
Raita
Salatblöð að eigin vali
  • Baguelino brauð (ljós eða dökk) Vandermoortele
  • Mango Chutney Roland
  • Blómkáls-ostabuff ARDO
  • Ristað blómkál
  • Indverskur laukur
  • Raita
  • Salatblöð að eigin vali

Indverskur laukur

1 msk smjör
1 tsk cuminfræ
1 msk gul sinnepsfræ
1 tsk chiliduft
3 msk saxaður hvítlaukur ARDO
2 laukar skornir í sneiðar
500 gr maukaðir tómatar La Italiana
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Ristið cuminfræ, sinnepsfræ og chili í 1 msk. smjöri í u.þ.b. 1 mín. Bætið lauk og hvítlauk í, steikið þar til að laukurinn er orðin mjúkur og örlítið brúnaður. Bætið tómötum í og kryddið með salti og pipar. Látið malla í 15-20 mín.

Ristað blómkál

1 msk smjör
500 gr smátt blómkál ARDO
1 msk gul sinnepsfræ
½ tsk turmeric
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Ristið turmeric og sinnepsfræ í 1 msk. af smjöri í u.þ.b. 1 mín. Bætið frosnu blómkáli út í og kryddið með salti og pipar. Steikið þar til að blómkálið fer að mýkjast.

Raita

500 ml ab mjólk
½ búnt af saxaðri myntu
½ rifin gúrka
½ tsk ristuð cumminfræ
Salt og pipar eftir smekk

Samsetning á samloku

Hitið buffin í 160°C heitum ofni í um það bil 15 mín. Skerið brauðið eftir endilöngu og ristið á pönnu eða í ofni. Raðið samlokunni saman þannig: Smyrjið Mango Chutney á brauðið, næst fer salat á botninn svo ristaða blómkálið og 2 buff þar efst. Toppað með lauk og loks ratia sósunni hellt yfir. Að lokum er toppurinn á brauðinu settur á. Berið fram með góðu fersku salati.

Besta Banner

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir