Um fyrirtækið

Garri sérhæfir sig í innflutningi og sölu á gæðamatvöru, matvælaumbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, mötuneyti, skóla og aðra opinbera aðila og fyrirtæki. Jafnframt sérhæfir Garri sig í heildarlausnum á rekstrar- og hreinlætisvörum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Hádegismóum 1 í Reykjavík. Dreifingarmiðsstöð og lager er á sama stað. Garri hefur yfir að ráða fullkomnum kæli- og frystiklefum.

Starfsfólk Garra hefur það markmið að þjónusta viðskiptavini vel og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt og jafnframt erum við vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði og vöruframboði. Við erum stolt af þeim vörum sem við höfum uppá að bjóða, vörum sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum.

Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns. Í sölu og ráðgjafateymi Garra eru matreiðslumenn og bakarar sem eru tilbúnir til aðstoðar við val á vörum og þróun á söluvöru viðskiptavina okkar. Auk þess er í teyminu sérfræðingar í umbúðum og þrifakerfum sem ráðleggja með val á efnum og lausnum. 

Við hvetjum þig til að vera í sambandi við sölu- og þjónustuver okkar í síma 5700 300.

Staðsetning
Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
s. 5700 300
garri@garri.is

Opnunartími mánudaga - fimmtudaga      Kl. 8:00-17:00  
Opnunartími föstudaga   Kl. 8:00-16:00   
Lokað um helgar   

 

Verslunin Besta

Besta er hluti að hreinlætissviði Garra og býður viðskiptavinum þægilegt umhverfi til að skoða og fá ráðgjöf um notkun vöru.

Besta býður upp á mikið úrval af gæða vörum til ræstinga og hagkvæmar og sérsniðnar þrifalausnir fyrir heimili og vinnustaði af öllum stærðum og gerðum. Í teyminu starfa sérfræðingar í þrifakerfum sem ráðleggja með val á efnum og hreinlætislausnum.

Staðsetning Besta
Grensásvegi 18, 108 Reykjavík
s. 510-0000
verslun@garri.is

Opnunartími mánud. - föstud.        Kl. 8:00-17:00  
Opnunartími laugard. og sunnud.   Lokað   

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir