Nýr vörulisti Garra 2016

Nýr og glæsilegur vörulisti Garra 2016 er kominn út og er hann kominn í dreifingu til viðskiptavina. Vöruframboðið í listanum er að venju fjölbreytt og spennandi og má þar finna fjölmargar nýjungar í enn breiðari vöruúrvali en áður.

4. maí 2016 - Taktu daginn frá!

Garri býður viðskiptavinum og velunnurum sínum í Vorgleði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 18:00-20:00.

Léttar veitingar í boði.
Okkur þætti afar vænt um að sjá þig!
Starfsfólk Garra

25% afsláttur á SOSA vörum.

Í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði með Guillem Corral frá SOSA verður 25% kynningarafsláttur á öllum SOSA vörum hjá Garra í mars 2016.

Garri í samstarfi við Sosa stendur fyrir námskeiði dagana 23. og 24. febrúar 2016

CarallNámskeiðin fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2. 110 Reykjavík.

23. febrúar 13:30 til 17:00, Modern Cuisine.
24. febrúar 13:30 til 17:00, Restaurant Desserts.

Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir á notkun efna frá Sosa, notkun efna í forrétti, aðalrétti og eftirrétti ásamt því að sýndar verða ýmsar eldunaraðferðir.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Guillem Corral. Guillem hefur haldið fjölda námskeiða fyrir Sosa víðsvegar um heiminn og kynnir bæði faglegar og tæknilegar lausnir í matreiðslu.
Hann er lærður matreiðslumaður og starfaði á virtum Micheline veitingastöðum áður en hann hóf störf hjá Sosa árið 2013.

Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur með því að senda nafn, símanúmer og vinnustað á netfangið ivar@garri.is

VILEDA Micro Pro ræstivagn á sérstöku tilboðsverði.

vileda vagnMicro Pro er léttur og vel skipulagður ræstivagn.

Innifaldir hlutir í tilboðinu eru:

-              4 stk Micromoppur
-              Stækkanlegt skaft  ásamt festiplötu
-              10 stk Microklútar
-              Pur Active svampur
-              Glerhreinsir
-              Baðherbergishreinsir
-              Blue Star alhreinsir

Vagninn er því tilbúinn til notkunar með öllum nauðsynlegum fylgihlutum.

Fullt verð er kr. 107.422.- með vsk.
 
Tilboðsverð er kr. 69.824.- með vsk.

Tilboðið gildir til 1. mars eða á meðan birgðir endast.

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 til að fá nánari upplýsingar.

Hollt og bragðgott frá Morning Foods.

Nú er úrval af hollu og bragðgóðu morgunkorni frá Morning Foods á tilboðsverði.

Morning Foods er hágæðaframleiðandi sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vörur sínar.

Tilboðið gildir frá 8. janúar - 19. febrúar 2016. Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 til að fá nánari upplýsingar.

Smelltu hér til að skoða tilboðsbæklinginn.

Janúartilboð2016 web

Gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár

Áramótakveðjumyndir

Áramótakveðja.

Í lok árs viljum við þakka öll þau góðu viðkynni og samskipti sem við höfum átt á árinu 2015.

Eins og fyrri ár þá er margt sem við höfum áorkað saman á árinu sem er að líða og hjálpast að við að standa okkur í því hlutverki sem við höfum sjálf valið okkur. Hagur flestra hefur vænkast og viðskipti aukist hvert sem litið er, aukning ferðamanna til landsins er stöðug og uppbygging því tengd heldur áfram. Vonandi gefst okkur sem þjóð gæfa til að vera við stýrið á þeirri þróun svo að þjóðin í heild fái að njóta.

Vorfagnaður Garra í Listasafni Reykjavíkur sló öll met og fleiri viðskiptavinir og samstarfsaðilar glöddust með okkur en nokkru sinni fyrr.

Sýningin Stóreldhúsið sem fram fór í Laugardalshöll í október s.l. var vel sótt og var ánægjulegt að hitta mörg ykkar þar.  Garri stóð þar að keppninni  „Eftirréttur ársins“ sem er árlegur viðburður og er eftirspurn um þátttöku svo mikil að ekki komast allir að sem vilja.  Að þessu sinni sigraði Axel Þorsteinsson konditor á veitingastaðnum Apótek og hlaut hann vegleg verðlaun.

Allt starfsfólk Garra hefur staðið í ströngu á árinu og meðal annars innleitt nýtt tölvukerfi.  Slík framkvæmd er aldrei auðveld en með jákvæðni og góðum vilja þá fórum við tiltölulega vel í gegnum þá aðgerð.  Áhrif slíkra breytinga koma ekki strax fram en við gerum okkur vonir til að þessi breyting muni verða til þess að þjónusta okkar við viðskiptavini Garra verði sem best og mest þegar fram í sækir. 

Bygging nýrrar þjónustumiðstöðvar Garra að Hádegismóum er hafin.  Horfum við til þess með glampa í augum þar sem lögð verður enn meiri áhersla á að auka hæfni okkar og þjónustu til að mæta síbreytilegum aðstæðum í okkar umhverfi.

Kæri viðskiptavinur!

Starfsfólk Garra þakkar þér og þínum samstarfið á árinu sem er að líða og hlakkar til að takast á við verkefni nýs árs 2016.

Opnunartími yfir hátíðirnar

3 128

Opnunartími Garra yfir jólahátíðina verður sem hér segir: 

Þorláksmessa: 08:00 - 17:00

Aðfangadagur: LOKAÐ

Jóladagur: LOKAÐ

Gamlársdagur: 08:00 - 11:00

Nýársdagur: LOKAÐ

Viðskiptavinir eru hvattir til að gera pantanir tímanlega svo hægt verði að komast hjá óþægindum.

Garri styrkir Samhjálp

IMG 5209


Garri hefur undanfarin ár lagt góðum málum lið fyrir jólin í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort. 

Í ár rennur styrkurinn til Samhjálpar. Styrkurinn er sérstaklega ætlaður til uppbyggingar meðferðarheimilisins í Hlaðgerðarkoti og er að upphæð kr. 500.000.-

Garri hefur meðal annars styrkt Barnaspítala Hringsins, Bláa naglann, Stígamót, Bergmál og fleiri aðila.

Á myndinni veitir Natalie Antonsdóttir styrknum viðtöku fyrir hönd Samhjálpar. Með henni á mynd er Jóhannes Davíðsson frá Garra.

Sérstakt tilboðsverð á hreinlætisvörum

Nóvembertilboð Besta

KATRIN Plus og fleiri vörur á jólatilboðsverði í versluninni BESTA á Grensásvegi.

Katrin pappírinn er hágæða mjúkur tveggja laga pappír framleiddur úr nytjaskógum í Svíþjóð.

Jafnframt eru á tilboði frábærar hreinsivörur sem gera jólaþifin auðveld og fljótleg. þar á meðal SparCreme á kísilinn og Purina á erfiða fitubletti.

Öll verð eru m/vsk.

Smelltu hér til a skoða tilboðið

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir